Kransakakan 2020⌑ Samstarf ⌑
Heimagerð kransakaka með Odense marsípani, kransakaka uppskrift

LOKSINS kom að því að ég gat sett þessa fallegu kransaköku hingað á bloggið fyrir ykkur. Það eru nokkrir mánuðir síðan ég bakaði hana fyrir Fermingarblað Morgunblaðsins en útaf dotlu þá var víst lítið um fermingar fyrr en núna undanfarið og blaðið kom ekki út fyrr en í síðustu viku.

Heimagerð kransakaka með Odense marsípani, kransakaka uppskrift

Það er einfaldara en margur heldur að baka sína eigin kransaköku. Síðan má einnig baka hana í tíma og frysta til að þurfa ekki að vera í einhverju stressi á síðustu stundu þegar nóg annað er að gera.

Heimagerð kransakaka með Odense marsípani, kransakaka uppskrift

Það er hægt að útbúa skraut úr hjúpsúkkulaði, mála makkarónur með gulldufti, nota fersk blóm og annað sniðugt þegar kemur að skreytingum.

Heimagerð kransakaka með Odense marsípani, kransakaka uppskrift

Kransakaka

(15-18 hringir)

 • 1,5 kg ODENSE Marsípan (þetta bleika)
 • 750 g sykur
 • 3 eggjahvítur
 1. Brytjið marsipanið niður í nokkra hluta og setjið í hrærivélarskál með sykrinum, blandið vel saman með K-inu.
 2. Hrærið eggjahvíturnar saman og setjið í nokkrum skömmtum saman við marsipanblönduna. Ef hvíturnar eru stórar þarf mögulega ekki að nota þær allar, setjið því minna í einu og passið að blandan verið ekki of blaut.
 3. Gott að taka síðan blönduna og hnoða aðeins í höndunum, plasta vel og kæla í amk 4 klst eða yfir nótt.
 4. Rúllið út jafnar lengjur um 1,5cm í þvermál, sláið með þykkhöndinni á ská ofan á hverja lengju til að mynda örlítið þríhyrndara lag og mælið síðan hringina út með reglustiku. Fyrst 10 cm og síðan bætið 3 cm við hvern hring (10,13,16 o.s.frv). Það fer síðan aðeins eftir þykktinni hversu mörgum hringjum þið náið (ég náði 15 hringjum en hefði getað náð fleiri).
 5. Raðið á bökunarpappír og bakið við 190-200°C í um 13 mínútur (ofnar eru misjafnir svo hér þarf bara að fylgjast vel með og taka hringina út þegar þeir eru farnir að dökkna).
 6. Kælið hringina vel, sprautið fyrst hvítu og síðan dökku súkkulaði yfir og raðið saman. Ég bræddi súkkulaðið og setti í sprautupoka með pínulitlum hringstút en einnig má klippa píulítið gat á zip-lock poka/sprautupokann. Einnig er hægt að frysta hringina og raða þeim saman síðar en þá er betra að bíða með að sprauta súkkulaðinu á þar til raða á þeim saman.
 7. Skreytið að vild, hér er ég búin að mála makkarónur með gulldufti og límdi eucalyptus greinar, makkarónur og heimatilbúið súkkulaðiskraut á með hjúpsúkkulaði. Súkkulaðiskrautið er brætt hjúpsúkkulaði, sett á bökunarpappír með teskeið og dreift úr því með skeiðinni og látið storkna. Síðan er gulldufti blandað í örlítið vatn, sett í pensil og frussað á súkkulaðið og leyft að þorna. Einnig notaði ég Maltesers kúlur og sykurperlur til skrauts.
Heimagerð kransakaka með Odense marsípani, kransakaka uppskrift

Ég elska sko sannarlega marsípan og finnst algjörlega ómissandi að hafa ekta kransaköku í fermingarveislum. Hér er að finna aðeins betri leiðbeiningar fyrir sömu köku, þessi hér er bara skreytt á annan hátt.

Heimagerð kransakaka með Odense marsípani, kransakaka uppskrift

Þið megið endilega líka fylgja Gotterí á INSTAGRAM

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun