Ferming í sumarblíðuFerming 2020, kökuturn, hamborgarar, skyrkaka, cupcakes, nammibar og gott veður

Elsku Lúkas Ari okkar var loksins fermdur eftir langa bið um síðustu helgi. Inga og Stefán höfðu farið marga hringi með hvað skyldi gera með veisluhöld og á endanum var tekin sú ákvörðun að halda uppskipta veislu með fáum gestum í senn. Sólin skein og veðrið var dásamlegt, hægt var að sitja úti í garði allan daginn svo í raun hefði verið hægt að halda 100 manna veislu þennan dag og tryggja 2 metra fjarlægð, en það er auðvitað ekki hægt að gera ráð fyrir því að sitja úti svona almennt hér á Íslandi svo allur var varinn góður.

Ferming 2020, kökuturn, hamborgarar, skyrkaka, cupcakes, nammibar og gott veður

Inga vinkona er snillingur þegar kemur að veisluhöldum og er með öll smáatriði á hreinu! Ég hef oft sett hingað inn veisluhugmyndir frá henni og elska ég að koma og mynda svona fallegheit og deila með ykkur.

Ferming 2020, kökuturn, hamborgarar, skyrkaka, cupcakes, nammibar og gott veður

Handspritt var að sjálfsögðu á sínum stað um allt hús og auðvitað tekst henni Ingu að láta þetta líta vel út eins og allt annað.

Ferming 2020, kökuturn, hamborgarar, skyrkaka, cupcakes, nammibar og gott veður

Plexistandarnir tóku sig vel út með gómsætum veitingum. Kakan sjálf er eins og oft áður þegar ég geri afmæliskökur 1 x Betty súkkulaðimix skipt í 3 x 15cm form og skreytt með súkkulaðismjörkremi á milli og vanillu Betty frosting að utan. Síðan setti ég fersk blóm ásamt skiltinu frá Hlutprent. Mini bollakökur eru einnig Betty og ýmist sett súkkulaðismjörkrem eða vanillu Betty krem sem búið er að þykkja með flórsykri (100 g fyrir hverja dós). Síðan skreytt með kökuskrauti og Nóakroppi, málaði hluta af því með gylltu Odense kökudufti.

Ferming 2020, kökuturn, hamborgarar, skyrkaka, cupcakes, nammibar og gott veður

Í forstofunni voru maskar og spritt og eins gott að græja sig áður en lengra var haldið.

Ferming 2020, kökuturn, hamborgarar, skyrkaka, cupcakes, nammibar og gott veður

Ég aðstoðaði hana aðeins við baksturinn og gerði litla fermingarköku á toppinn á kökustandi þar sem einnig voru bollakökur, marengsdraumur í krús og skyrkaka í krukkum. Ljósir Rice Krispies bitar voru svo í boði ásamt skinkuhornum og litlum aðkeyptum hamborgurum.

Ferming 2020, kökuturn, hamborgarar, skyrkaka, cupcakes, nammibar og gott veður

Fallega fermingarskiltið fékk ég hjá Hlutprent eins og oft áður og elska ég hvað þessi skilti setja punktinn yfir I-ið í svona veislum.

Ferming 2020, kökuturn, hamborgarar, skyrkaka, cupcakes, nammibar og gott veður

Hamborgarana pantaði Inga hjá Hamborgarafabrikkunni og voru þeir mjög ljúffengir.

Ferming 2020, kökuturn, hamborgarar, skyrkaka, cupcakes, nammibar og gott veður

Marengsdraumur í krús: Marengs brotinn í botninn, þeyttur rjómi þar ofan á ásamt hindberjum og síðan skreytt með fersku hindberi, lítilli kókosbollu og brúðarslöri.

Skyrkaka Heiðu er þarna undir í litlum krúsum með rifsberjum úr garðinum. Bláberja- og jarðarberjaskyrinu er hins vegar skipt út fyrir vanilluskyr í þessu tilfelli.

Ferming 2020, kökuturn, hamborgarar, skyrkaka, cupcakes, nammibar og gott veður

Skinkuhorn slá alltaf í gegn og hér er að finna veisluútgáfuna af þeim héðan af síðunni minni.

Ferming 2020, kökuturn, hamborgarar, skyrkaka, cupcakes, nammibar og gott veður

Hér eru ljósir Rice Krispies bitar en ég gerði einmitt ljósa Rice Krispies kransaköku fyrir Elínu systur hans Lúkasar um árið og er þetta sama uppskrift nema nú bara skorin í bita.

Ferming 2020, kökuturn, hamborgarar, skyrkaka, cupcakes, nammibar og gott veður

Nammibarinn var vinsæll og með ýmsu góðgæti á borð við Þrista, Olsen Olsen, kúlusúkk, snjóbolta, lakkrísrúllur……mmmmm

Það var auðvitað spritt við endann og því hægt að spritta sig fyrir og eftir notkun á nammibarnum.

Ferming 2020, kökuturn, hamborgarar, skyrkaka, cupcakes og gott veður

Í eldhúsinu var síðan drykkjarstöð þar sem hægt var að fá sér svalandi drykki í hitanum. Einnig voru balar með klökum úti í garði og ég steingleymdi að mynda allt fíneríið sem var úti í garði og var svo krúttlegt. Snakkpokar í viðarkassa, gos í bölum, teppi í körfum og annað skemmtilegt.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun