AkranesAkrafjall – Akranesviti – Kallabakarí – Langisandur

Það þarf ekki að leita langt yfir skammt til að búa til skemmtileg ævintýri. Við búum í Mosfellsbænum svo bíltúr upp á Akranes er nú ekki mikið mál.

Í gær var skólasetning í Varmárskóla og ég fór með Elínu Heiðu dóttur mína og vinkonu hennar í smá ævintýrareisu yfir daginn. Við gengum á Háahnúk á Akrafjalli, kíktum í Akranesvita, náðum okkur í nesti í Kallabakarí og fórum á Langasand þar sem þær léku sér það sem eftir lifði dags.

Það er eru nokkrar gönguleiðir á Akrafjalli. Til þess að komast að bílaplaninu er haldið áleiðis til Akraness en áður en komið er inn í bæinn er beygt til hægri þar sem „Borgarnes/Akureyri“ er merkt á skilti og keyrt meðfram Akrafjallinu í þá átt. Við endurvinnslustöðina Terra er síðan beygt til hægri og haldið upp að fjallinu.

Í fyrra gengum við hjónin ásamt vinum okkar á Geirmundartind en þá er haldið beint upp frá bílastæðinu og beygt til vinstri upp á Guðfinnuþúfu og svo haldið áfram á Geirmundartind sem er 643 m. Í gær fórum við hins vegar hinumegin, eða á Háahnúk sem er 555 m. Það er ýmist hægt að ganga eftir veginum frá bílaplaninu, yfir brúnna til hægri og fara beint upp á fjallið eða ganga beint áfram, sömu leið og að Guðfinnuþúfu í byrjun, en beygja til hægri við brú sem Rótarýklúbbur Akraness hefur komið þar fyrir. Einnig eru stikur merktar Rótarýklúbbnum til að vísa leiðina að brúnni þegar komið er upp „tröppurnar“ í fyrstu hlíðinni.

Hér er hægt að sjá lýsingu á leiðinni á heimasíðu Wapp-sins.

Við eltum veginn á leiðinni upp en það var svolítið príl og lélegur stígur fannst okkur í byrjun göngunnar svo við gengum alla leið upp á topp, skrifuðum í gestabókina og fórum síðan hina leiðina tilbaka en nokkuð greinilegur „lambastígur“ er niður að brúnni.

Akrafjall, Akranesviti, Langisandur, ævintýri á Akranesi

Útsýnið á toppi Háahnúks er undursamlegt, það sést inn í Hvalfjörðinn, til Mosfellsbæjar og yfir allt höfuðborgarsvæðið, Snæfellsjökul og, og, og…..

Akrafjall, Akranesviti, Langisandur, ævintýri á Akranesi

Þessir snillingar stóðu sig sko vel!

Akrafjall, Akranesviti, Langisandur, ævintýri á Akranesi

Stelpurnar stoppuðu reglulega til að tína sér krækiber og fá sér vatnssopa. Við vorum 2 klukkustundir og 15 mínútur upp og niður fjallið og hugsa ég að það sé bara ágætis tími hjá tveimur 11 ára skottum. Myndi alveg gefa mér aðeins lengri tíma og taka með nesti með yngri börn en ég gerði mér ekki aaaaaaaaaalveg grein fyrir því að þetta væri svona drjúgur spotti, hahaha!

Akrafjall, Akranesviti, Langisandur, ævintýri á Akranesi

Flottar vinkonur með Akranes í baksýn.

Akrafjall, Akranesviti, Langisandur, ævintýri á Akranesi

Hér eru stelpurnar við brúnna sem Rótarýklúbbur Akraness hefur komið fyrir til að auðvelda gönguna upp fjallið.

Akrafjall, Akranesviti, Langisandur, ævintýri á Akranesi

Hér koma þær síðan niður „tröppurnar“ sem liggja beint niður að bílastæðinu. Þarna lengst til hægri sjáið þið hins vegar þann hluta fjallsins sem gengið er upp á ef haldið er eftir veginum.

Akrafjall, Akranesviti, Langisandur, ævintýri á Akranesi

Næst lá leiðin að Akranesvita en þangað var fallegt að koma. Brattur stigi er upp í vitann og hægt að njóta útsýnis af svölunum þar uppi og hljómburðurinn þar inni er æðislegur. Það var strákur að syngja þegar við gengum inn og maður minn, allir sem eitthvað geta sungið ættu að prófa að fara þangað til að taka lagið!

Akrafjall, Akranesviti, Langisandur, ævintýri á Akranesi

Svæðið við Akranesvita er fallegt!

Akrafjall, Akranesviti, Langisandur, ævintýri á Akranesi

Nú var kominn nestistími á okkur og við fórum í hið margrómaða Kallabakarí og keyptum okkur dýrindis bakkelsi til að taka með á Langasand. Nokkrir nestisbekkir eru við sandinn og settumst við niður í sólinni og borðuðum áður en haldið var af stað til þess að leika.

Akrafjall, Akranesviti, Langisandur, ævintýri á Akranesi

Þessar hefðu viljað vera fram á sólsetur ef þær hefðu fengið að ráða!

Akrafjall, Akranesviti, Langisandur, ævintýri á Akranesi

Sandurinn er mjúkur og ljós og dásamlegt að hlaupa þarna um. Ég myndi mæla með að koma þegar ekki er háflóð því það er svo gaman að geta hlaupið aðeins út á sandinn að leika.

Akrafjall, Akranesviti, Langisandur, ævintýri á Akranesi

Í fyrra fórum við nokkrum sinnum á Akranes og í Guðlaugu en því miður er hún lokuð núna sökum Covid 19. Ég leyfi því nokkrum myndum að fylgja hér með síðan 2019 til að sýna hversu dásamlegt það er að geta dýft sér í heitan pottinn í þessu fallega umhverfi. Við fórum bæði fjölskyldan saman í fyrra og svo fórum við tvær mömmur með nokkrar vinkonur með nesti og eyddum deginum á Langasandi.

Akrafjall, Akranesviti, Langisandur, ævintýri á Akranesi

Heiti potturinn er uppi og svo fer affallið niður í næsta pott sem er öllu volgari og hentaði litlunni minni mjög vel til að leika sér í.

Akrafjall, Akranesviti, Langisandur, ævintýri á Akranesi

Takk fyrir lesninguna og ég mæli eindregið með ævintýraferð á Akranes!

Næst er planið að ganga hringinn á Akrafjalli og heimsækja alla tindana. Við hittum konu á fjallinu í gær sem sagði okkur það væru um 15 km og góð dagsferð svo nú er bara spurning hvenær við drífum okkur næst af stað!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun