
Bananabrauð eru eitt það besta! Hér á síðunni má finna fjölmargar slíkar uppskriftir og hér kemur ein til viðbótar í flóruna sem var afar ljúffeng og góð!

Þessi uppskrift er í raun nokkurs konar bananakaka eða formkaka en ekki brauð ef svo má að orði komast. Dásamleg var hún, ylvolg með ískaldri mjólk.

Bananabrauð með haframjöli og súkkulaðibitum
- 120 g smjör við stofuhita
- 150 g púðursykur
- 3 egg
- 3 vel þroskaðir stappaðir bananar
- 80 g AB mjólk (hreint jógúrt)
- 2 tsk. vanilludropar
- 250 g hveiti
- 1 tsk. lyftiduft
- 1 tsk. matarsódi
- ½ tsk. salt
- 1 tsk. kanill
- 70 g haframjöl, til dæmis Til hamingju haframjöl
- 50 g gróft saxað suðusúkkulaði
- Hitið ofninn 175°C
- Þeytið saman púðursykur og smjör þar til létt og ljóst.
- Bætið eggjunum saman við, einu í einu og skafið niður á milli.
- Þá fara stappaðir bananar, AB mjólk og vanilludropar út í blönduna.
- Hrærið saman þurrefnum (fyrir utan haframjöl og súkkulaði) og hellið í nokkrum skömmtum út í blönduna og hrærið létt.
- Vefjið að lokum haframjöli og súkkulaðibitum saman við deigið og hellið í vel smurt formkökuform.
- Bakið í 45-50 mínútur eða þar til prjónn kemur hreinn út. Gott er að hafa álpappír lauslega yfir forminu fyrstu 25 mínúturnar því annars gæti brauðið orðið heldur dökkt.

Megið endilega fylgja Gotterí á INSTAGRAM