Bananabrauð með haframjöli og súkkulaði



Bananabrauð með haframjöli og súkkulaðibitum

Bananabrauð eru eitt það besta! Hér á síðunni má finna fjölmargar slíkar uppskriftir og hér kemur ein til viðbótar í flóruna sem var afar ljúffeng og góð!

Bananabrauð með haframjöli og súkkulaðibitum

Þessi uppskrift er í raun nokkurs konar bananakaka eða formkaka en ekki brauð ef svo má að orði komast. Dásamleg var hún, ylvolg með ískaldri mjólk.

Bananabrauð með haframjöli og súkkulaðibitum

Bananabrauð með haframjöli og súkkulaðibitum

  • 120 g smjör við stofuhita
  • 150 g púðursykur
  • 3 egg
  • 3 vel þroskaðir stappaðir bananar
  • 80 g AB mjólk (hreint jógúrt)
  • 2 tsk. vanilludropar
  • 250 g hveiti
  • 1 tsk. lyftiduft
  • 1 tsk. matarsódi
  • ½ tsk. salt
  • 1 tsk. kanill
  • 70 g haframjöl, til dæmis Til hamingju haframjöl
  • 50 g gróft saxað suðusúkkulaði
  1. Hitið ofninn 175°C
  2. Þeytið saman púðursykur og smjör þar til létt og ljóst.
  3. Bætið eggjunum saman við, einu í einu og skafið niður á milli.
  4. Þá fara stappaðir bananar, AB mjólk og vanilludropar út í blönduna.
  5. Hrærið saman þurrefnum (fyrir utan haframjöl og súkkulaði) og hellið í nokkrum skömmtum út í blönduna og hrærið létt.
  6. Vefjið að lokum haframjöli og súkkulaðibitum saman við deigið og hellið í vel smurt formkökuform.
  7. Bakið í 45-50 mínútur eða þar til prjónn kemur hreinn út. Gott er að hafa álpappír lauslega yfir forminu fyrstu 25 mínúturnar því annars gæti brauðið orðið heldur dökkt.
Bananabrauð með haframjöli og súkkulaðibitum

Megið endilega fylgja Gotterí á INSTAGRAM

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun