Djúpsteiktir ostabitar



Beer snack

Það hlaut að koma að því að ég færi að djúpsteikja osta eftir alla þá sem ég hef bakað í ofni í gegnum tíðina, hahaha! Þetta var sko sannarlega þess virði, ofureinfalt og alveg hrikalega gott!

Dúpsteiktur camembert

Nú þarf ég bara að finna upp á fleiri uppskriftum þar sem ég er að djúpsteikja osta á mismunandi vegu, þið megið endilega senda mér hugmyndir ef þið hafið einhverjar.

Djúpsteiktur ostur í bitum

Djúpsteiktir ostabitar uppskrift

Um 20 bitar

 • 2 x Dala hringur
 • 50 g hveiti
 • 2 pískuð egg
 • 60 g Panko rasp
 • 1 msk. söxuð steinselja
 • Salt og pipar
 • Um 300 ml olía
 • Chilisulta
 1. Skerið ostinn í bita (um 10 bita hvern).
 2. Setjið hveiti í eina skál, pískuð egg í aðra og Panko, steinselju og salt og pipar í þá þriðju.
 3. Dýfið hverjum ostabita fyrst upp úr hveiti, dustið það vel af og þekjið næst vel með eggi og loks vel af Panko.
 4. Raðið á bökunarpappír á bakka og setjið í frystinn í eina klukkustund áður en þið steikið (svo hann leki ekki út um allt við steikinguna).
 5. Hitið olíu í djúpri pönnu og hafið það mikið af olíu að hún nái upp hálfan ostbita, steikið þá síðan í vel heitri olíunni í um 1-2 mínútur á hvorri hlið eða þar til þeir eru gullinbrúnir.
 6. Leggið á eldhúspappír svo olían leki vel af, raðið svo í skál og njótið með chilisultu.
Bjór og ostar

Namm þetta var svo gott með Chilisultu!

Djúpsteiktir ostabitar og sweet chili sulta

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun