Marengspinnar⌑ Samstarf ⌑
Marengs fyrir barnaafmæli
Marengs fyrir barnaafmæli

Hér kemur sannarlega litaglöð færsla sem ég get lofað ykkur að á eftir að slá í gegn í komandi afmælum! Já það má LOKSINS fara að halda afmæli og ég get ekki beðið eftir komandi afmælisveislum dætra minna í mars og apríl, þá verður sko hátíð!

Marengssleikjó

Ég hef lengi ætlað að prófa að gera svona marengspinna eða marengssleikjó og þetta var sko EKKERT mál og algjör snilld að nota marengsduftið frá Dr.Oetker í verkið!

Myndband sýnir hversu einfalt þetta er.

Marengsduft til að búa til marengssleikjó og marengstoppa

Hver hefði trúað því að upp úr svona poka kæmu þessi fallegheit, hahaha! Marengsduftið frá Dr.Oetker fæst í Fjarðarkaup!

Marengs á priki

Marengspinnar uppskrift

Um 8-10 stykki

 • 2 pokar Dr. Oetker marengsduft
 • 150 ml vatn
 • Matarlitir
 • Dr.Oetker „Rainbow Mix“
 • Pappaprik
 1. Hitið ofninn í 100°C.
 2. Þeytið marengsduft og vatn saman í um tvær mínútur eða þar til topparnir halda sér vel og blandan er stífþeytt.
 3. Skiptið blöndunni niður eftir því hversu marga litatóna þið viljið hafa.
 4. Setjið smá matarlit í hverja skál og blandið varlega saman og setjið næst í sprautupoka með mismunandi stútum (ég notaði mismunandi stóra stjörnustúta í bland við stóran laufastút).
 5. Sprautið línur úr marengs (um 3-4 cm langar) á miðjan bökunarpappírinn með góðu bili á milli, komið pappapriki fyrir og skreytið síðan hvern pinna að vild. Best er að sprauta þétt mynstur, hvort sem það er í einum lit eða mörgum. Ég gerði síðan nokkra marengstoppa úr restinni.
 6. Þegar búið er að sprauta er fallegt að strá kökuskrauti yfir allt saman fyrir bakstur.
 7. Bakið í 75 mínútur, slökkvið á ofninum og opnið litla rifu, leyfið að kólna í um klukkustund áður en þið losið af plötunni.
Dr.Oetker marengsduft og kökuskraut

Það sem er síðan algjör snilld við marengs er að hann má gera mörgum dögum fyrir veislu og geyma á þurrum stað í poka/boxi. Þetta er því sannarlega ein af þeim uppskriftum sem hægt væri að gera með góðum fyrirvara.

Marengspinnar

Ég notaði stút 2D frá Wilton til að gera rósettur og stjörnur, bæði bleikar og hvítar, síðan var ég með stóran laufstút fyrir bláa mynstrið og gerði bara zik-zak hingað og þangað með mjórri endann vísandi upp. Græni marengsinn er síðan þéttur stjörnustútur sem ég ýmist sprautaði stjörnur með eða bústnar línur.

Marengssleikipinnar

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun