Dalmatíuhunda afmæliDalmatíu afmæli, þemaafmæli, súkkulaðikaka, kransakaka, rice krispies, kleinuhringir

Það var fyrir fjórum árum sem ég útbjó þetta litríka og skemmtilega dalmatíuhundaafmæli fyrir elsku Elínu Heiðu mína! Ég veit það hljómar undarlega en ég gleymdi alltaf að setja þessa færslu í loftið og fann myndirnar fyrir nokkrum vikum í myndasorteringu á tölvunni minni!

Dalmatíu afmæli, þemaafmæli, súkkulaðikaka, kransakaka, rice krispies, kleinuhringir

Það er ekki eins og ég haldi mörg afmæli á ári og er með ólíkindum að ég sé ekki búin að deila þessu með ykkur. Betra er seint en aldrei og ég man auðvitað ekkert allar uppskriftirnar og finn ekkert skjal á tölvunni sem ber merki um hundafótspor, hahaha! Þetta gefur ykkur í það minnsta skemmtilegar hugmyndir fyrir komandi barnaafmæli þó ítarlegar uppskriftir fylgi ekki með.

Dalmatíu afmæli, þemaafmæli, súkkulaðikaka, kransakaka, rice krispies, kleinuhringir

Hér er á ferðinni ljós kransakaka í dulbúningi en deila má uppskriftinni með þremur og útbúa 3 minni skammta í sitthvorum litnum. Ég notaði svart, hvítt og rautt Candy Melts og það þarf bara að passa sig á því að reikna stærð hringjanna rétt út svo þetta raðist allt saman í réttri litaröð. Ég keypti þessa sleikipinna í Sösterne Grene og þeir eru með mjög löngu priki og því hentaði vel að setja þá ofan í minnstu holuna á toppnum.

Dalmatíu afmæli, þemaafmæli, súkkulaðikaka, kransakaka, rice krispies, kleinuhringir

Kökupinnar á hvolfi….

Dalmatíu afmæli, þemaafmæli, súkkulaðikaka, kransakaka, rice krispies, kleinuhringir

….og kökupinnar upp í loft. Finna má ýmsar uppskriftir af kökupinnum hér á síðunni og hér dýfi ég í rautt, hvítt og svart Candy Melts og skreyti með kökuskrauti í stíl.

Dalmatíu afmæli, þemaafmæli, súkkulaðikaka, kransakaka, rice krispies, kleinuhringir

Jarðaber sem búið er að dýfa í hvítt Candy Melts og kæla. Síðan bræddi ég svart Candy Melts og teiknaði loppur á með súkkulaði á tannstöngli, algjör snilld!

Dalmatíu afmæli, þemaafmæli, súkkulaðikaka, kransakaka, rice krispies, kleinuhringir

Ég bakaði litla kleinuhringi og raðaði þessu á þriggja hæða stand.

Dalmatíu afmæli, þemaafmæli, súkkulaðikaka, kransakaka, rice krispies, kleinuhringir

Mini pavlovur með rjóma, rauðu kökudufti og jarðaberjum á toppnum, hægt að notast við þessa uppskrift hér en skreyta öðruvísi.

Dalmatíu afmæli, þemaafmæli, súkkulaðikaka, kransakaka, rice krispies, kleinuhringir

Oreo stafli er einföld og skemmtileg lausn á veisluborðið.

Dalmatíu afmæli, þemaafmæli, súkkulaðikaka, kransakaka, rice krispies, kleinuhringir

Afmæliskakan sjálf er súkkulaðikaka á tveimur hæðum og skreytt með sykurmassa. Ég setti kökuperlur neðst við diskinn og rauðan borða á miðjuna. Hundana og rörin með stöfunum pantaði ég á Amazon og loppurnar stakk ég út úr sykurmassa með giftingarhringnum mínum, kökustútum og litlu glasi.

Dalmatíu afmæli, þemaafmæli, súkkulaðikaka, kransakaka, rice krispies, kleinuhringir

Lakkrísrör í stíl við þemalitina í krúsum.

Dalmatíu afmæli, þemaafmæli, súkkulaðikaka, kransakaka, rice krispies, kleinuhringir

Popp í pappaboxum sem allir krakkar elska.

Dalmatíu afmæli, þemaafmæli, súkkulaðikaka, kransakaka, rice krispies, kleinuhringir

Nammi og fallegar skálar í rauðu, hvítu og svörtu.

Dalmatíu afmæli, þemaafmæli, súkkulaðikaka, kransakaka, rice krispies, kleinuhringir

Litlar Rice Krispies kökur úr afganginum af kransakökuhráefninu.

Dalmatíu afmæli, þemaafmæli, súkkulaðikaka, kransakaka, rice krispies, kleinuhringir

Lítil sjö ára skotta sem er núna orðin ellefu ára!

Dalmatíu afmæli, þemaafmæli, súkkulaðikaka, kransakaka, rice krispies, kleinuhringir

Sprite Zero með rauðum matarlit. Ég fann hundamyndirnar á netinu, prentaði út og límdi utan á flöskurnar. Rörin pantaði ég á Ali Express.

Dalmatíu afmæli, þemaafmæli, súkkulaðikaka, kransakaka, rice krispies, kleinuhringir

Já það vantaði sannarlega ekki kræsingarnar hjá mér þarna árið 2016, hahaha!

Dalmatíu afmæli, þemaafmæli, súkkulaðikaka, kransakaka, rice krispies, kleinuhringir

Mmmmm…..litlir bitar fara oft best í litla munna.

Dalmatíu afmæli, þemaafmæli, súkkulaðikaka, kransakaka, rice krispies, kleinuhringir

Sætu vinkonur!

Dalmatíu afmæli, þemaafmæli, súkkulaðikaka, kransakaka, rice krispies, kleinuhringir

Voff, voff og ég vona ég gleymi ekki aftur að setja eitthvað svona stórmerkilegt hingað inn fyrir ykkur!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun