Eggjahræra með tvisti⌑ Samstarf ⌑
Kínóa, eggjahræra, hollur hádegisverður

Þessa máltíð útbjó ég um daginn í hádegismat, það tók milli 5-10 mínútur með öllu. Margir eru alltaf að reyna að finna upp á sniðugum og hollum uppskriftum fyrir hádegismat og þessi á sko sannarlega heima í þeim flokki!

Kínóa, eggjahræra, hollur hádegisverður

Þessi réttur er hollur og góður og að bera hann fram á fallegum diskum í fallegu umhverfi gerir þetta sannarlega líka allt enn betra. Vörurnar sem eru notaðar í þessari myndatöku koma allar frá Húsgagnahöllinni og hér neðar í færslunni getið þið fundið linka og heiti á þeim.

Kínóa, eggjahræra, hollur hádegisverður

Servíettuhringirnir eru frá Broste og heita Broste Kit – Sand Stone og ég er alveg kolfallin fyrir þeim. Tauservíetturnar eru einnig frá Broste og til í mörgum fallegum litum.

Kínóa, eggjahræra, hollur hádegisverður

Þessar gullfallegu salt- og piparkvarnir eru frá De Buyer Java og eru til í ýmsum litum og stærðum.

Bakkinn er frá Eightmood og heitir Zeewild og er algjörlega fullkominn fyrir sumarpartýin.

Diskamottan er ó svo falleg frá Riverdale og hana finnið þið hér.

Hnífapörin eru Broste Hune Titanium Brushed Satin.

Plantan sem sést í bakgrunn er PTMD hren aloe pick.

Kínóa, eggjahræra, hollur hádegisverður

Diskarnir og skálin á myndinni eru úr Broste Sandvig línunni og drottinn minn hvað hún er rómantísk og falleg, mig langar helst að eiga þetta allt saman.

Kínóa, eggjahræra, hollur hádegisverður

Karaflan er einnig frá Broste og heitir Broste Smoke, virkilega falleg.

Kínóa, eggjahræra, hollur hádegisverður

Hvítvínsglösin eru einnig úr Broste Smoke línunni og að sjálfsögðu má setja annað en hvítvín í þau. Vatn með límónu passar til dæmis fullkomlega með þessari máltíð og það er svo miklu skemmtilegra að drekka úr glasi á fæti.

Kínóa, eggjahræra, hollur hádegisverður

Eggjahræra með kínóa

Uppskrift fyrir 2

 • 1 poki Express Quinoa frà Quinola (pearl & black)
 • 4 egg
 • 2 lúkur spínat
 • 2 vorlaukar
 • Rifinn Grettir ostur
 • Salt og pipar
 • Ólífuolía
 1. Steikið kínóa upp úr smá olíu í um tvær mínútur og skiptið niður á tvo diska.
 2. Steikið næst spínatið í smá olíu og saltið þar til það drekkur í sig olíuna, pískið þá eggin og bætið á pönnuna.
 3. Steikið eggin og spínatið saman stutta stund og hrærið í á meðan, saltið og piprið eftir smekk, setjið yfir kínóað.
 4. Að lokum er gott að rífa ost yfir allt saman og strá söxuðum vorlauk.
Kínóa, eggjahræra, hollur hádegisverður

Megið endilega fylgja Gotterí líka á INSTAGRAM

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun