Kínóa taco



⌑ Samstarf ⌑
Kínóa taco með salsa, osti, sýrðum rjóma og grænmeti

Ef ykkur vantar eitthvað fljótlegt, hollt og brjálæðislega gott þá tekur um 15 mínútur að útbúa þennan rétt!

Kínóa taco með salsa, osti, sýrðum rjóma og grænmeti

Kínóa er stundum kallað ofurfæða svo ekki er það nú verra! Nú er hægt að kaupa tilbúið kínóa í pokum frá Express Quinoa og það tekur örfáar mínútur að hita það, nú eða bara hafa það kalt!

Express Quinoa frá Quinola fæst meðal annars í Hagkaup, Nettó, Fjarðarkaup, Melabúðinni og Hópkaup.

Kínóa taco með salsa, osti, sýrðum rjóma og grænmeti

Kínóa taco

Uppskrift dugar í 6-8 litlar vefjur

  • 1 poki Express Quinoa (Spicy Mexican)
  • 200 g svartbaunir
  • 100 g gular baunir
  • 6-8 litlar vefjur ( ég notaði Mexicana Street Market frá Old El Paso)
  • Rifinn cheddar ostur
  • Salsa sósa
  • Sýrður rjómi
  • Iceberg
  • Kirsuberjatómatar
  • ½ rauðlaukur
  • Kóríander
  • Ólífuolía til steikingar
  1. Steikið kínóa, svartar og gular baunir saman á pönnu í nokkrar mínútur.
  2. Skerið niður grænmeti á meðan og takið annað til.
  3. Raðið í vefjur og njótið.
Kínóa taco með salsa, osti, sýrðum rjóma og grænmeti

Express Quinoa kemur í alls konar bragðtegundum og hægt að nota í salat, sem meðlæti með kjöti eða fiski eða hvað sem er og þetta er algjör snilld!

Kínóa taco með salsa, osti, sýrðum rjóma og grænmeti

Við vorum í það minnsta öll sólgin í þetta og gott að skipta kjötinu út annað slagið.

Kínóa taco með salsa, osti, sýrðum rjóma og grænmeti

Megið endilega fylgja Gotterí líka á INSTAGRAM

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun