HraunsnefHraunsnef sveitahótel, matarupplifun

Á Hraunsnefi í Borgarfirði er ýmis konar þjónusta. Flestir bruna líklega þarna framhjá á leið sinni norður eða suður og vita ekki hverju þeir eru að missa af. Hraunsnef er sveitahótel með mismunandi gistimöguleikum, undurfallegum veitingastað með frábærum veitingum ásamt því að vera með fjölbreytt handverk til sölu, dýr röltandi um hlaðið og fleira spennandi.

Hraunsnef sveitahótel, matarupplifun

Það er notalegt að renna í hlað á Hraunsnefi og frábær þjónusta í boði.

Hraunsnef sveitahótel, matarupplifun

Það er rólegt og fallegt að setjast inn í veitingasalinn hjá þeim og maturinn er unninn úr besta mögulega hráefni, beint frá býli.

Hraunsnef sveitahótel, matarupplifun

Brynja hefur framleitt matarstell fyrir veitingastaðinn og það er svo fallegt. Maturinn sem fyrir er góður verður enn betri á svona fallegum diskum myndi ég segja. Einnig eru ljósaskermar, vasar og annað handgert eftir hana og setur það svo sannarlega einstakan blæ á húsnæðið.

Hraunsnef sveitahótel, matarupplifun

Mikið af fallegum listaverkum prýðir staðinn ásamt heimasmíðuðum borðum og fleiru.

Hraunsnef sveitahótel, matarupplifun

Verið er að stækka útipallinn svo hægt verður að setjast niður í sumar og njóta veitinganna úti við og fylgjast með dýrunum í hlaðinu á meðan.

Hraunsnef sveitahótel, matarupplifun

Mmmm, allt sem við smökkuðum var svo dásamlega fallegt og gott að það var erfitt að velja af matseðlinum. Meira að segja gosið var eitthvað betra en gengur og gerist, svo ískalt og gott að við töluðum allar um það, hahaha!

Hraunsnef sveitahótel, matarupplifun

Grísasamlokan var hreint út sagt fullkomin, namm!

Hraunsnef sveitahótel, matarupplifun

Klassískur ostborgari með nautakjöti beint frá býli er engu líkur. Hægt er að velja sér franskar og vorum við á því að þessar sætu hefðu vinninginn umfram hinar hefðbundnu sem þó voru afar góðar!

Hraunsnef sveitahótel, matarupplifun

Hraunsnefsborgarinn stóð undir sínu, ljúffengur með brie osti og öðru góðgæti.

Hraunsnef sveitahótel, matarupplifun

Það má auðvitað aldrei gleyma því að fá sér eftirrétt og við smökkuðum súkkulaðimús með karamellu, mini pavlovu með suðrænum keim og heita eplaköku með heimagerðum saltkaramelluís……..mmmmm, þarf ég að segja eitthvað meira!

Hraunsnef sveitahótel, matarupplifun

Það voru síðan skiptar skoðanir á því hvað væri best því allt var þetta svo dásamlegt.

Hraunsnef sveitahótel, matarupplifun

Við skoðuðum okkur um á meðan við biðum eftir matnum og mikið af fallegu handverki er til sölu á staðnum.

Hraunsnef sveitahótel, matarupplifun

Undurfalleg gæðaföt á börn frá merkinu EMRA handverk fást á Hraunsnefi og vorum við vinkonurnar yfir okkur hrifnar. Keyptum föt á börnin okkar og litlan mín hefur ekki viljað fara úr kjólnum sínum síðan ég kom með hann heim. Ég er því að sjálfsögðu að kanna með að kaupa annan í öðru munstri á hana. Verðinu er einnig stillt í hóf miðað við gæði svo ef ykkur vantar falleg og góð föt á börnin ykkar mæli ég 100% með.

EMRA handverk

Sjá þetta litla krútt í fína kjólnum sínum í krummafót!

Hraunsnef sveitahótel, matarupplifun

Það er einnig hægt að versla kjöt beint frá býli og taka með heim og við vinkonurnar keyptum sitt lítið af hverju. Við erum því búnar að prófa það kjöt og nú verður ekki aftur snúið. Ég er að vona það sé heimsending í boði en annars verða vinir og vandamenn á ferðinni líklega plataðir til að koma þarna við og versla í frystinn í framtíðinni eða þetta verður ástæða til að taka sér rúnt í sveitina og fá sér eitthvað gott að borða í leiðinni!

Hraunsnef sveitahótel, matarupplifun

Við enduðum þessa heimsókn á góðum kaffisopa í undurfallegum bolla og munum án efa allar stoppa reglulega á Hraunsnefi í framtíðinni, þar er allt til alls, bæði fyrir börn og fullorðna.

Hraunsnef sveitahótel, matarupplifun

Megið endilega fylgja Gotterí líka á INSTAGRAM

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun