Húsmæðraorlof í HúsafelliGiljaböð – Into The Glacier – góður matur – góður félagsskapur – Lúxusferð

Canyon Baths í Húsafelli eða Giljaböð, frábær upplifun

Við vinkonurnar tókum þá frábæru ákvörðun á lokametrum Covid samkomubanns þegar allar voru á barmi bugunar að bóka okkur í húsmæðraorlof þegar þríeykið hafði gefið leyfi. Enda vorum við ekki búnar að hittast í margar, margar vikur og eyða fullmiklum tíma með börnum og mönnum að okkar mati, hahaha!

Húsafell kvöldganga

Engin okkar var með plön…..enda öll slík út um þúfur, utanlandsferðir fuku fyrir lítið, ferming og fleira svo við nýttum tækifærið, ákváðum helgi sem hentaði öllum og bókuðum okkur sumarhús í Húsafelli fjórar saman í þrjár nætur!

Besties

Þetta gengi hefur þekkst frá unga aldri og það sem maður er ríkur að eiga svona dásamlegar dömur í sínu lífi. Svona ferðir ganga út á að njóta lífsins, leyfa sér að borða góðan mat (og nóg af honum), gera eitthvað skemmtilegt, gera eitthvað óvænt, eitthvað aðeins út fyrir kassann og allt þar á milli.

Moomin Snorkmaiden bolli

Hér fyrir neðan lista ég upp helgina eins og hún leit út hjá okkur og vona ég innilega að þið getið nýtt ykkur þessar hugmyndir. Veðrið lék við okkur og þessi ferð hefði ekki getað heppnast betur, mæli með hvort sem svona ferð er fyrir vinahópa, fjölskyldur eða aðra.

Við keyrðum af stað úr bænum síðdegis á fimmtudegi og hófum ferðina í Landnámssetri Íslands. Þar kíktum við á sögulega menningu okkar Íslendinga og snæddum dýrindis kvöldverð. Getið lesið nánar um þennan áhugaverða stað hér á blogginu.

Landnámssetrið Borgarnesi

Næst héldum við áfram í Húsafell. Við höfðum bókað okkur gistingu hjá Harpa Holiday Home og var þessi bústaður alveg dásamlegur. Upphaflega ætluðum við bara að vera tvær nætur en það var lágmark að bóka sig í þrjár nætur í þessari gistingu svo það varð til þess að við lengdum helgina sem er auðvitað eina vitið, annars er maður nýkominn þegar það þarf að bara að pakka sér heim aftur. Við þurftum ekkert að fara að stússa í mat þegar við komum þar sem við borðuðum á leiðinni og það var allt til alls í húsinu svo við bara settum töskurnar okkar inn í herbergi og byrjuðum að hafa það huggulegt.

Húsafell sumarbústaður

Dagarnir einkenndust af ævintýrum, góðum mat, kvöldgöngum og almennum huggulegheitum.

Canyon Baths í Húsafelli eða Giljaböð, frábær upplifun

Næsta dag heimsóttum við ótrúlegan stað og það var í raun eins og að skreppa um stund á aðra plánetu. Giljaböð eða Canyon Baths eru náttúruböð í Hringsgili rétt utan við Húsafell og eru eitthvað sem allir verða að heimsækja á lífsleiðinni.

Canyon Baths í Húsafelli eða Giljaböð, frábær upplifun

Böðin eru byggð úr náttúrusteini úr gilinu og í þau er veitt vatni úr heitum uppsprettum á staðnum og eru þau byggð í anda Snorralaugar.

Canyon Baths í Húsafelli eða Giljaböð, frábær upplifun

Við hófum ferðina með því að hitta Olgu leiðsögumann við þjónustumiðstöðina í Húsafelli og fórum á áfangastað í lítilli rútu. Hún var alveg frábær og lumaði á skemmtilegum upplýsingum um Húsafell og nágrenni á leiðinni uppeftir, var með handklæði fyrir mannskapinn og passaði upp á að allir myndu njóta sín sem best.

Canyon Baths í Húsafelli eða Giljaböð, frábær upplifun

Við gengum stutta stund að Langafossi og síðan áfram í Giljaböðin. Þegar komið er að tröppunum niður í gilið blasir þessi fegurð við sem erfitt er að fanga á mynd.

Canyon Baths í Húsafelli eða Giljaböð, frábær upplifun

Við stoppuðum dágóða stund í böðunum og nutum þess að slaka á og njóta umhverfisins.

Canyon Baths í Húsafelli eða Giljaböð, frábær upplifun

Eitt er víst að ég þarf að fara aðra ferð í Giljaböðin fljótlega því öll fjölskyldan vill fá að koma með næst, hahaha!

Húsafell sumarhús

Eftir giljaböðin settumst við út í sólina og elduðum síðan dýrindis kvöldverð.

Næsti dagur bauð ekki upp á minna ævintýri hjá okkur vinkonunum! Við byrjuðum á því að útbúa dásamlegan „bröns“ með öllu tilheyrandi þar sem ferðinni var heitið á Langjökul til þess að fara í Into The Glacier síðar um daginn með Artic Adventures.

Into The Glacier Langjökull

Ferðin byrjaði einnig við þjónustumiðstöðina í Húsafelli þar sem risa trukkur sótti mannskapinn og Ragnar leiðsögumaður leiddi hópinn áfram upp á jökul með viðkomu í Klaka sem eru nokkurs konar „basecamp“ fyrir jökulferðirnar.

Into The Glacier á Langjökli

Maður verður að teljast nokkuð öruggur í svona farartæki er það ekki!

Into The Glacier á Langjökli

Þegar upp er komið leynast þessi göng sem leiða þig niður um 30 metra undir Langjökul hvorki meira né minna. Hversu töff er það að geta gengið inn í jökul, ég bara spyr!

Into The Glacier á Langjökli

Göngin eru um 550 metra löng og virkilega gaman að fræðast um gerð þeirra, viðhald og annað í þessari ferð. Í göngunum er bar, söngrými, sprungur og ýmislegt annað undurfallegt sem áhugavert er að skoða.

Into The Glacier á Langjökli

Ég var hrifnust af sprungunum og jökullögunum, það er bara eitthvað svo flott við svona náttúruöfl og sögu.

Into The Glacier á Langjökli

Ferðin upp á jökulinn sjálfan og útsýnið þegar upp er komið er að sjálfsögðu stórmerkilegt líkt og göngin sjálf svo við vorum heldur betur ánægðar með þennan fallega dag sem við fengum í ferðinni.

Into The Glacier á Langjökli

Útsýni í allar áttir!

Into The Glacier á Langjökli

Sumar og sól um leið og það er vetur og snjór, ekkert að því!

Into The Glacier á Langjökli

Hér ber að líta barborðið inn í göngunum, það er nú ekkert að því að mæta í veislu þangað.

Into The Glacier á Langjökli

Þessi ferð var alveg mögnuð og munum við án efa heimsækja göngin aftur síðar og bjóða þá mögulega fjölskyldunum okkar með, hahaha!

Into The Glacier á Langjökli

Svo hoppuðum við aftur niður í Húsafell til þess að hafa það huggulegt áfram. Komum við á Hótel Húsafelli í „Happy hour“ og elduðum síðan dýrindis mat um kvöldið.

Húsmæðraorlof

Elsku fallega Ísland!

Glanni Waterfall

Á sunnudeginum dró aðeins fyrir sólu enda við að tía okkur til heimferðar. En til þess að gera sem mest úr ferðinni tókum við smá roadtrip á heimleiðinni sem fól í sér skoðunarferð í Glanna og Paradísarlaut, göngu á Grábrók og heimsókn á Hraunsnef sveitahótel þar sem við snæddum síðbúinn hádegisverð.

Paradísarlaut

Stelpurnar höfðu ekki gengið að Glanna né Paradísarlaut áður svo ég kynnti þær sannarlega fyrir fallegum perlum þennan dag.

Glanni, Grábrók og Paradísarlaut

Það var síðan mjög gott að viðra sig og skottast upp á Grábrók áður en við héldum áfram að borða góðan mat.

Hraunsnef sveitahótel

Við slógum því endann í þessa ferð með því að borða dýrindis veitingar á Hraunsnefi og getið þið lesið allt um þá heimsókn hér.

Hraunsnef sveitahótel

Megið endilega fylgja Gotterí líka á INSTAGRAM og hér í HIGHLIGHTS má finna ýmsar upptökur og skemmtilegheit úr þessari ferð.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun