Landnámssetrið



Matarupplifun Landnámssetrið Borgarnesi

Það leynast áhugaverðir staðir um allt landið og í Borgarnesi er fallegur veitingastaður á Landnámssetri Íslands.

Matarupplifun Landnámssetrið Borgarnesi

Þar er ekki aðeins hægt að fá dýrindis veitingar heldur er þar ýmis önnur starfsemi. Við vinkonurnar kíktum þangað á leið okkar í Húsafell á dögunum og snæddum gómsætan kvöldverð og kynntum okkur starfsemina.

Matarupplifun Landnámssetrið Borgarnesi

Fyrst ber að nefna sögusýningar en bæði er hægt að ganga í gegnum Egilssögusýningu og Landnámssögusýningu og fræðast um sögu okkar Íslendinga. Sjón er sögu ríkari og mikið lagt upp úr sýningarmunum og sögunni.

Matarupplifun Landnámssetrið Borgarnesi

Gjafavöruverslun er á neðri hæðinni en þar er hægt að kaupa fallegt íslenskt handverk.

Matarupplifun Landnámssetrið Borgarnesi

Vinkonur mínar voru ekki lengi að kaupa sér „dósalúffu“ en þetta skilst mér að sé hið mesta þarfaþing í útilegum sumarsins þegar kaldur drykkur er í hönd.

Matarupplifun Landnámssetrið Borgarnesi

Veitingastaðurinn er fallega skreyttur og húsið er byggt inn í Búðarklett að hluta til.

Matarupplifun Landnámssetrið Borgarnesi

Hægt er að sitja til borðs undir klöppinni og njóta notalegs umhverfis.

Matarupplifun Landnámssetrið Borgarnesi

Það eru smáatriðin sem skipta máli á svona stöðum…

Matarupplifun Landnámssetrið Borgarnesi

Veitingastaðurinn býður upp á fjölbreytta rétti, bæði mat, kökur, kaffi og aðra drykki. Í hádeginu er boðið upp á svokallað hollustuhádegi en það samanstendur af hlaðborði sem er hlaðið hollustu og hefur notið mikilla vinsælda.

Matarupplifun Landnámssetrið Borgarnesi

Við vorum á ferðinni um kvöldmatarleyti og pöntuðum dásamlegar veitingar af matseðli veitingahússins.

Matarupplifun Landnámssetrið Borgarnesi

Við fengum okkur fisk dagsins, lambafile og hamborgara, hvert öðru betra.

Að sjálfsögðu er síðan alltaf pláss fyrir eftirrétt!

Matarupplifun Landnámssetrið Borgarnesi

Heit súkkulaðikaka með ís og rjóma…..hver getur staðist það!

Matarupplifun Landnámssetrið Borgarnesi

Mokkakaka með þeyttum rjóma, namm hún var sko góð.

Matarupplifun Landnámssetrið Borgarnesi

Það er fallegt í Borgarnesi og gaman að rölta um í kringum Landnámssetrið.

Matarupplifun Landnámssetrið Borgarnesi

Mæli sannarlega með því að þið gerið ykkur ferð í Borgarnes til að kíkja í Landnámssetrið eða stoppið við á næsta ferðalagi.

Matarupplifun Landnámssetrið Borgarnesi

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun