Grillað lambafilé með portobellosósu⌑ Samstarf ⌑
Grillað lambafilé með portobellosósu

Það er fátt betra en grillað lambakjöt og gott meðlæti að mínu mati. Sumarið er farið að láta á sér kræla og því er um að gera að nýta grillið oftar en ella.

Grillað lambafilé með portobellosósu

Góð sósa skiptir mjög miklu máli á þessu heimili og erum við algjör sósufjölskylda, því er alltaf gert vel af sósu. Ef það er afgangur af sósu þá notum við hana oft í pastasósu, pottrétt eða annað daginn eftir með því að bæta einhverju smá saman við og nýta afganginn þannig.

Grillað lambafilé með portobellosósu

Þessi máltíð var upp á 10 í alla staði og er tilvalin í helgarmatinn. Hér sáu TORO sósugrunnar um að galdra fram dúndurgóða sósu með steikinni, namm!

Grillað lambafilé með portobellosósu úr TORO sósum

Grillað lambafilé með portobellosósu

Fyrir 4-6 manns

Portobellosósa

 • 250 g portobello sveppir
 • 30 g smjör
 • 650 ml rjómi
 • 250 ml vatn
 • 1 pk. TORO sveppasósa
 • 1 pk. TORO rauðvínssósa
 • 3 msk. rifinn parmesanostur
 • 1 tsk. saxað garðablóðberg (timian)
 • 1 msk. kjötkraftur
 • Salt og pipar eftir smekk
 1. Skerið sveppina niður og steikið upp úr smjöri þar til þeir brúnast og mýkjast, kryddið með salti og pipar.
 2. Hellið rjómanum og vatninu yfir sveppina og pískið súpuduftin saman við og leyfið að malla nokkrar mínútur.
 3. Bragðbætið með parmesanosti og garðablóðbergi.
 4. Kryddið til með kjötkrafti, salti og pipar og leyfið sósunni að malla aðeins áfram.
Grillað lambafilé með portobellosósu

Lambafilé

 • 3-5 lambafilé (eftir stærð)
 • BEZT á lambið krydd
 • Ólífuolía
 1. Leyfið lambakjötinu að standa við stofuhita í um klukkustund áður en þið grillið það.
 2. Berið ólífuolíu á hvert lambafilé og kryddið vel með BEZT á lambið kryddi.
 3. Grillið á heitu grilli þar til kjötið hefur náð 50-56° í kjarnhita (eftir því hversu vel steikt þið viljið hafa það).
 4. Leyfið kjötinu svo að hvíla í nokkrar mínútur áður en þið skerið það.

Salat

 • Blandað salat (1 poki)
 • Hindber, bláber, brómber
 • Fetaostur
 1. Öllu blandað saman í skál.

Fyllt jalapeno

 • 4-6 jalapeno
 • Rjómaostur (sú bragðtegund sem ykkur þykir best)
 • Rifinn parmesanostur
 1. Skerið jalapeno til helminga og fræhreinsið.
 2. Fyllið með rjómaosti og stráið parmesanosti yfir.
 3. Grillið eða bakið í ofni þar til osturinn fer að gyllast.

Kartöflur

 • 3-5 bökunarkartöflur
 • Smjör
 • Salt og pipar
 1. Sjóðið kartöflunar þar til þær eru nánast soðnar í gegn.
 2. Skerið þær þá í sundur og grillið helmingana á grillinu í nokkrar mínútur. Gott er að bera matarolíu á grillgrindina fyrst.
 3. Smyrjið síðan með vel af smjöri, saltið og piprið.
Grillað lambafilé með portobellosósu

Megið endilega fylgja Gotterí líka á INSTAGRAM

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun