Elmo – skrímslaþemaÉg er svo heppin að eiga nokkrar vinkonur sem eru algjörir kökuskreytingarsnillingar og er hún Inga ein af þeim. Hún er ein af þeim sem fer alltaf „over the top“ og þykir mér afskaplega gott þegar ég sé að fleiri en ég eru tilbúnir að standa fram á nótt með flórsykurinn í hárinu og leggja sig 100% fram við að útbúa upplifun fyrir börnin sín…..tja eða sig sjálfa 🙂 Ég held nefnilega að við foreldrarnir séum stundum frekar að þessu fyrir okkur heldur en börnin. Ég trúi því samt að þegar þau eldast eigi þau eftir að læra að meta þetta og finnast gaman að rifja upp minningarnar með myndum og öðru tilheyrandi.

Okkur var boðið í 2ja ára Elmo afmæli hjá Stefáni Kára krúttara á dögunum og fékk ég leyfi hjá henni til að blogga og birta myndir af herlegheitunum, enda ekkert smá flott!

Öll fjölskyldan í Hafnarfirðinum lagði hönd á plóg og út kom þessi frábæra afmælisveisla sem seint verður toppuð. Hér fyrir neðan eru alls konar myndir og hugmyndir úr veislunni og ítarlegri skýringar við hluta af þeim.

Elmo afmæliskaka

Súkkulaðikaka með smjörkremi, skreytt með sykurmassa. Bakaðir voru 2 hringlaga botnar, sá neðsti hafður heill en hinn skorinn til og 2 bollakökur hafðar undir augun.

Cookie Monster kökupinnar

Súkkulaðikökupinnar, dýfðir í  blátt Candy Melts candy melts og tannstöngull notaður til að „ýfa og krulla“. Munnurinn útbúinn úr brúnu Candy Melts sem skorið var til helminga, augun tilbúin frá Wilton og kökumylsna sett í munnvikið.

„Big Bird“ bollakökur

Hér er á ferðinni Red Valvet kaka með rjómaostakremi sem litað var gult (hægt að nota hvaða köku sem er og einni smjörkrem). Kremið var sett í plastpoka og klippt gag á endann, pokanum síðan snúið alveg lóðrétt til að ná þessari áferð. Augun voru gerð úr sykurmassa og sprinkles og goggurinn úr „Bugles“ snakki.

Partýhugmyndir – Fullt sniðugt!

Sesame Street miðar/vatnsflöskuborðar o.fl

Allt fundið á Pinterest, prentað út og límt á mismunandi þætti 🙂

Cookie Monster baunapokaleikur

Hún Elín stóra systir hans Stefáns málaði Cookie Monster á stóran pappakassa, hafði gat þar sem munnurinn er og svo var leikur þar sem allir áttu að kasta baunapokum og reyna að hitta uppí munninn á honum.

Elmo ljósastaur

Húsbóndinn á heimilinu sá til þess að redda gömlu handriði sem málað var grænt, frauðplastkúla úr Föndru var límd á toppinn og máluð og svo skiltið hengt þarna í….já krakkar mínir, þetta er keppnis!

Elmo vatnsflöskur

Litlum Trópíflöskum safnað og svo plastaðir miðar límdir á.

Poppkassar/CakePop rör

Þessir kassar og rör voru keypt í Allt í köku.

Vill þakka Ingu og fjölskyldunni í Svöluásnum kærlega fyrir að leyfa mér að mynda og birta þessi dásamlegheit!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun