Minions bollakökurÞað var hún Inga snillinga kökuskreytingarvinkona mín sem útbjó þessar bollakökur á dögunum fyrir afmæli sonar síns. Ég fékk að sjálfsögðu að smella af þeim mynd til að fá að setja hingað inn fyrir áhugasama.

Um er að ræða súkkulaðibollakökur og smá lag af smjörkremi sett ofaná áður en hafist er handa með sykurmassann (getið að sjálfsögðu bakað hér þá köku og útbúið krem sem þið viljið)

Skreytingaraðferð

 • Gulur sykurmassi skorinn út með glasi sem hæfir bollakökustærðinni (eða hringlaga skera).
 • Svartur sykurmassi skorinn í strimla sem gleraugnaspöng.
 • Grár, hvítur og gulur sykurmassi skorinn í misstóra hringi og raðað saman (gert með misstórum sprautustútum sem snúið er öfugt)
 • Allt límt saman með smá vatni á milli laga.
 • Augu, munnur o.fl teiknað á með svörtum matarlitapenna.

Ég elska að fá að stela hugmyndum frá vinkonum mínum hingað á bloggið og þá sérlega þeim sem eiga stráka og gera eitthvað sniðugt því ég er alltof sjaldan í þeirri deild hvað kökuskreytingar varðar.

Enjoy!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun