
Heslihnetu hrískökur
- 70 g smjör
- 200 g suðusúkkulaði
- 7 msk sýróp
- 150 g Rice Krispies
- 100 g hakkaðar möndlur

- Hitið saman smjör, suðusúkkulaði og sýróp, hrærið vel í allan tímann.
- Þegar bráðið saman er gott að leyfa blöndunni að sjóða í um tvær mínútur og taka af hellunni í framhaldinu.
- Bætið Rice Krispies saman við ásamt hökkuðum möndlum (geymið þó nokkrar msk af möndlum til skrauts).
- Setjið í lítil pappaform, stráið restinni af möndlunum yfir og kælið.
- Blandan gefur um 50 litla bita.

Share the post "Heslihnetu hrískökur"