Bleikur októberÞað er vel við hæfi í BLEIKUM október að birta nokkrar myndir frá því fyrr í sumar þegar bæjarhátíðin í Túninu heima var haldin hátíðleg í Mosfellsbæ.

Við erum í bleika hverfinu og var skellt í Rice Krispies kökur með lakkrís ásamt fleiru góðgæti í tilefni dagsins en nágrannarnir hér í Leirvogstungunni sameinast árlega með bleikt boð fyrir gesti og gangandi.

Hér kemur uppskriftin af þessari útfræslu af Rice Krispies kökum en að bæta lakkrís saman við var afskaplega snjöll blanda og hugmyndina fékk ég hjá Írisi Thelmu nágranna mínum.

Rice Krispies kökur með lakkrís

 • 50 gr smjörlíki
 • 5 msk sýróp
 • 250 gr suðusúkkulaði
 • Rice Krispies
 • 2 pokar Appolló lakkrískurl
 1. Bræðið smjör, sýróp og súkkulaði saman. Leyfið að bubbla örskamma stund og lækkið svo vel niður í hitanum.
 2. Bætið Rice Krispies út í í smáum skömmtum og varist að setja of mikið, betra er að hafa súkkulaðiblönduna meiri en minni því hver vill ekki þykkt, gott lag af henni með í forminu.
 3. Bætið að lokum lakkrískurlinu saman við og skiptið á milli í pappaform og kælið.

Hér fyrir neðan er síðan að finna svipmyndir frá deginum í lok ágúst þar sem veðrið lék við okkur og gaman var að bjóða upp á bleikar veitingar fyrir gesti og gangandi.

Bollakökur, möndlukaka, hjúpaðir sykurpúðar, popp, kanilsnúðar með bleikum glassúr og fleira góðgæti

Þessar eru nokkrum númerum og krúttlegar

Rice Krispies kökurnar fínu og fallega bleikar makkarónur

Það er alveg frábært hvað metnaðurinn í nágrönnunum er mikill og allir tilbúnir að leggja sitt af mörkunum. Við fjölskyldan erum heppin með hverfi og nágranna, það eitt er víst og svo er auðvitað Mosfellsbærinn einfaldlega bestur!

Gleðilegan BLEIKAN október

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun