Betty Crocker stjörnukökurEf ykkur langar til þess að gera eitthvað einfalt og skemmtilegt í barnaafmælinu þá mæli ég sko sannarlega með þessari hugmynd!

Hér er búið að útbúa smákökumix frá Betty Crocker, spreyja stjörnukökumót með PAM (formin fást m.a í Kosti og Allt í köku), skipta deiginu á milli og stinga kökupinnapriki í hverja köku (c.a hálfa leið, miðsvæðis) áður en bakað er.

Mikilvægt er að leyfa stjörnunum að kólna síðan vel í forminu til að koma í veg fyrir að prikið detti úr!

Að lokum er svo bræddu súkkulaði rennt yfir til að skreyta stjörnurnar.

Stjörnur

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun