Þessar kókoskúlur slógu í gegn hjá vinnufélögum mínum í dag og má alveg fá sér eina, tvær, jafnvel þrjár í eftirrétt þar sem þær eru einstaklega hollar og mega borðast án samviskubits!
Sykurlausar kókoskúlur uppskrift
- 2 bollar döðlur (saxaðar gróft)
- 1 bolli sjóðandi vatn
- 3 msk kókosolía (brædd)
- 1 tsk vanilludropar
- ½ tsk salt
- 3 msk bökunarkakó
- 1 bolli möndlur (hakkaðar)
- 2 bollar haframjöl
- Kókosmjöl
- Hellið sjóðandi vatninu yfir saxaðar döðlurnar og leyfið að standa í 30 mínútur á meðan annað er gert tilbúið og hellið svo vatninu af áður en þið maukið.
- Maukið döðlurnar í blandara/matvinnsluvél og hellið kókosolíu og vanilludropum saman við ásamt salti og bökunarkakó.
- Bætið hökkuðum möndlum og haframjöli saman við og hnoðið saman í höndunum.
- Blandan er frekar blaut í sér svo kælið hana í um klukkustund áður en kúlurnar eru mótaðar.
- Mótið kúlur (um 1 msk hver), rúllið upp úr kókosmjöli og kælið.
Er í lagi að frysta kókoskúlurnar?