Hollari kókoskakaHér er á ferðinni útfærsla af Kókoskökunni hér á síðunni þar sem ég prófaði að skipta flórsykri út fyrir strásætu frá Via-Health ásamt því sem ég notaði 70% dökkt súkkulaði frá Toms í kremið. Útkoman var ótrúlega góð þó svo sælkerinn ég segi sjálf frá!

Kakan

• 4 eggjahvítur
• 140gr strásæta (erýtríol fínmalað)
• 140 gr kókosmjöl

Kremið

• 100gr smjör
• 100gr 70% dökkt Toms súkkulaði
• 60gr strásæta (erýtríol fínmalað)
• 4 eggjarauður

Kakan

1. Eggjahvítur og strásæta þeytt vel saman.
2. Kókosmjölinu bætt varlega útí með sleif.
3. Bakað við 150°C í um 30 mínútur

Kremið

1. Súkkulaði og smjör brætt saman í vatnsbaði, sett til hliðar.
2. Strásæta og eggjarauður þeytt vel saman þar til létt og ljóst.
3. Súkkulaðiblöndunni hrært varlega saman við eggjablönduna með sleif og smurt yfir kökuna. Kókosmjöli stráð yfir sem skraut að lokum.

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í Nettó

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun