Súkkulaði og kókos kökupinnarÞessar dúllur eru nú svolítið jólalegar og myndu sæma sér vel í hvaða veislu sem er yfir hátíðarnar.

Hvað þarf til?

 • Kældar súkkulaði og kókos kökukúlur (uppskrift hér að neðan)
 • Suðusúkkulaði (um 400gr)
 • Kókosmjöl
 • Kökupinnaprik
 • Frauðplast (til að stinga pinnunum í)

Kúlurnar sjálfar (milli 30-35 stk)

 • 750-800gr mulin súkkulaðikaka að eigin vali (c.a eitt skúffukökuform)
 • Vanillukrem úr dós (Betty Crocker) – c.a ¾ af dósinni (eða svipað magn af því vanillukremi sem ykkur þykir gott)
 • Kókosdropar (má sleppa) – gott að setja nokkra dropa útí kremið áður en því er blandað við kökuna
 • 50-100gr kókosmjöl

Sjá allar nánari upplýsingar um kökupinnagerð hér á heimasíðunni

2 Replies to “Súkkulaði og kókos kökupinnar”

 1. Sæl Svandís
  Það er einmitt mjög gaman að skreyta veisluborðið með kökupinnum.
  Ég myndi áætla um 1-1,5 pinna á hvern gest ef þú ert með aðrar kökur o.þ.h líka.
  Kv.Berglind

 2. Sæl
  Mig langar svo að vita hvað þarf ca. marga pinna í 80 – 100 manna fermingarveislu, þar sem verður súpa og tilheyrandi, og kökur á eftir. Langar að hafa svona með líka.
  Kveðja Svandís

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun