Gotterí og gersemar
Generic selectors
Exact matches only
Search in title
Search in content
Leit í bloggum
Leit á síðum
Leita eftir flokkum
Á grillið
Afmæli
Bakstur
Bollakökur
Brúðkaup
Eftirréttir
Ferming
Gotteri
Hollusta
Hrekkjavaka
Ís
Jól
Kökupinnar
Kökur
Matur
Námskeið
Páskar
Salöt, Sósur og Meðlæti
Smáréttir
Sumar
Tilefni
Uppskriftir
Veislur

SkírnartertaÍ desember skreytti ég þessa skírnarköku fyrir lítinn vin minn sem fékk nafnið Viktor Breki.

Mamma hans hafði ákveðna hugmynd að skreytingu, litasamsetningu og slíku og fannst okkur takast vel til.

Kakan er á tveimur hæðum, 3 x 20 cm botnar (teknir í tvennt = 6 þynnri botnar) á neðri hæð og 3 x 15 cm botnar (teknir í tvennt = 6 þynnri botnar) á efri hæð (pappaspjald og súlur á milli).Botnarnir eru Betty Crocker, súkkulaðismjörkrem á milli og vanillusmjörkrem í skreytingu utan á. Nákvæmari upplýsingar um magn og aðferð getið þið fundið undir Skírnarveisla hér í annarri færslu síðan í fyrra nema nú var blátt þema en ekki bleikt.

Þeir stútar sem voru notaðir á þessa dásemd voru 2D frá Wilton í rósirnar og síðan misstórir stjörnustútar með þéttum tönnum (t.d hægt að nota 32, 4B eða 6B frá wilton), notaði síðan stóran stjörnustút með þéttum tönnum í „öldumynstrið“ á milli hæðanna.

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Fylgstu með á Facebook

Fylgstu með á Instagram

Fylgstu með í tölvupósti


Nýlegar færslur