Gotterí og gersemar

Brakandi Rice Krispies bitarHér er á ferðinni  tilraunauppskrift úr sumarfríinu þar sem við mæðgur útfærðum Rice Krispies kökurnar örlítið og bættum Nóa kroppi í uppskriftina, vá hvað það var gott!

Brakandi bitar

  • 75 gr smjör
  • 200 gr suðusúkkulaðidropar
  • 5 msk sýróp
  • 150 gr Rice Krispies
  • 150 gr Nóa kropp + 50 gr til skrauts

  1. Setjið smjör, súkkulaði og sýróp í pott og leyfið suðunni að koma upp og lækkið þá strax niður og hrærið vel í nokkrar mínútur.
  2. Takið súkkulaðiblönduna af hellunni og leyfið að standa í nokkrar mínútur (takið til pappaform á meðan)
  3. Hrærið þá Rice Krispies og Nóa kroppi saman við og skiptið niður í formin.
  4. Setjið nokkur Nóa kropp á hverja köku áður en hún kólnar því þannig næst fallegt útlit á kökurnar.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fylgstu með á Instagram