Ég elska púðursykurmarengs, hvort sem hann er í heilli köku, sem pavlova, mulinn í skál með gúmelaði, sem marengstoppur eða í hvað sem er. Ég man eftir því að við Edda Sif vinkona áttum það til að baka púðursykurstoppa þegar við vorum unglingar og borða þá svo alla beint af plötunni. Ég væri nú svosem vís til þess í dag líka, haha

Þetta er því enn ein útfærslan af þessari fullkomnu blöndu og kom svo fallega út sem rósasamloka.

Púðursykursrósir uppskrift
- 3 eggjahvítur
- 3 dl púðursykur
- Rjómi á milli
Aðferð
- Þeytið eggjahvítur og sykur þar til stífþeytt og topparnir halda sér vel.
- Setjið í stóran sprautupoka með 2D stút frá Wilton
- Sprautið rósum á bökunarplötu íklædda bökunarpappír og bakið við 120°C í um 40 mínútur.
- Slökkvið þá á ofninum og leyfið marengsinum að kólna þar inni. Ég baka marengs oft að kvöldi til og leyfi honum að vera í ofninum yfir nótt.
- Þegar marengsinn hefur kólnað má sprauta rjóma á milli og klemma saman í rósasamloku.

Mmmm þær voru svo góðar!
