Emil í Kattholti



Elsku litli vinur minn hann Stefán Kári varð fimm ára í lok sumars. Hún Inga vinkona mín og mamma hans er algjör snillingur þegar kemur að veisluhöldum svo ég laumaði myndavélinni með mér til að geta komið þessum dásamlegu hugmyndum hingað inn. Þemað var Emil í Kattholti og verður að segjast að hann Stefán Kári er hálfgerður Emil.

Afmæliskakan er útskorinn tölustafur og smjörkrem látið fljóta saman.

Sykurpúðar á priki sem búið er að dýfa í súkkulaði og strá hafrakexmylsnu yfir.

Ávaxtaspjót slá alltaf í gegn.

Snilldar framsetning á vatnsmelónu, búið að stinga ísprikum í melónurnar.

Hvítar Rice Krispies kökur, getið til dæmis fundið uppskrift hér nema þið sleppið matarlitnum og setjið í pappaform í stað þess að skera út.

SK2

Mini Pulled Pork samlokur og ostabakki….Mmmm svo gott!

Allir krakkar fengu síðan gjafabox með sér heim, þetta eru litlir blómapottar úr IKEA, pappi settur í hvern og þeir fylltir með góðgæti.

SK1

Merkimiðana og fleira sem er útprentað pantaði Inga hjá Pixel og Ingunn hjá Andlitsmálun Ingunnar sá um að gera krakkana svona fína í framan 🙂

SK

Soffía og Stefán eru bestu vinir og þau eru sko algjör Emil og Ída!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun