KjúklingaborgariKjúklingaborgari með jalepeno majónesi, rauðkáli, kóríander og frönskum

Þessi kjúklingaborgari er svoooo góður að ég hef ekki getað hætt að hugsa um hann síðan við vinkonurnar vorum í húsmæðraorlofi á dögunum í Húsafelli. Það er hún Þórunn vinkona sem á heiðurinn af þessari uppskrift og hafa þau fjölskyldan margoft útbúið þessa dásemd.

Kjúklingaborgari með jalepeno majónesi, rauðkáli, kóríander og frönskum

Ferðin okkar snerist um góðan mat og skemmtilega afþreyingu og þennan kjúklingaborgara elduðum við eitt kvöldið eftir annasaman dag. Það var ekki til Panko rasp í búðinni þegar við vorum að versla inn fyrir ferðina en Þórunn hefur oftast notað slíkt svo þið getið skipt þessu hefðbundna út fyrir það ef þið kjósið frekar. Við komum með körfur og blöð til þess að setja borgarann í og mynda réttu stemminguna og það er einmitt svo skemmtilegt þegar maður nennir að standa í einhverju svona!

Kjúklingaborgari með jalepeno majónesi, rauðkáli, kóríander og frönskum

Kjúklingaborgari

Fyrir 4

 • 4 litlar kjúklingabringur
 • 4 hamborgarabrauð
 • 2 egg
 • Hveiti til að velta upp úr
 • Brauðraspur til að velta upp úr
 • Þunnt skorið rauðkál
 • Rifinn cheddar ostur
 • Kóríander
 • 8 msk. majónes
 • ½ lime (safi og börkur)
 • 1 hvítlauksrif
 • 2 msk. smátt saxað jalepeno úr krukku
 • Salt, pipar og kjúklingakrydd
 • Franskar/annað meðlæti
 1. Hitið ofninn í 180°.
 2. Setjið eina kjúklingabringu í senn í poka og merjið niður með buffhamri/öðru til að þynna og stækka bringuna.
 3. Pískið eggin og kryddið brauðraspinn eftir smekk.
 4.  Veltið hverri bringu síðan fyrst upp úr hveiti, þá eggi og að lokum raspi og bakið í ofni í um 30 mínútur á meðan annað er útbúið. Munið eftir að bæta frönskum kartöflum í ofninn ef þið eruð með slíkt meðlæti.
 5. Skerið rauðkálið niður og takið til ost og kóríander ásamt brauðum.
 6. Útbúið jalapeno majónes með því að blanda saman majónesi, lime, smátt söxuðu jalapeno, rifnu hvítlauksrifi og kryddið til með salti og pipar.
 7. Setjið síðan vel af majónesi á hvern borgara og það meðlæti sem ykkur þykir gott.
Kjúklingaborgari með jalepeno majónesi, rauðkáli, kóríander og frönskum

Megið endilega fylgja Gotterí líka á INSTAGRAM

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun