Sumarblóm á köku og í kotiSumarblóm frá Garðheimum á pallinum og á köku

Þegar sumarblómin eru komin í pottana myndi ég segja að sumarið sé formlega komið. Nú er líka kominn júní svo sú gula má fara að láta sjá sig örlítið meira svo elsku fallegu blómin fái nú að njóta sín.

Sumarblóm frá Garðheimum á pallinum og á köku

Ég veit fátt skemmtilegra en að punta upp í garðinum og á pallinum. Ég vildi stundum að ég hefði aðeins meiri tíma fyrir þennan stóra garð en ég geri mitt besta og eyði allgóðum tíma í að reyta illgresi, slá gras og annað bras á hverju sumri. Það er svo gaman að hafa fínt og snyrtilegt í garðinum en verst hvað sumarið er alltaf fljótt að líða!

Sumarblóm frá Garðheimum á pallinum og á köku

Hortensíur eru eitt það allra fallegasta og þegar við bjuggum í Seattle voru RISA brúskar með alls kyns lituðum hortensíum í öllum görðum svo nú get ég fengið smá Seattle hingað heim á pallinn með að kaupa svona dásemdir.

Sumarblóm frá Garðheimum á pallinum og á köku

Ég fór fyrir helgina í Garðheima og verslaði blóm á pallinn, var hér úti í rigningunni að gróðursetja og nú bíð ég bara eftir sumri og sól! Þá er ekkert annað en skella pullum og púðum í húsgögnin og fara að snæða oftar úti á palli og njóta þess að horfa á fallegu blómin vaxa og dafna.

Sumarblóm frá Garðheimum á pallinum og á köku

Að sjálfsögðu varð ég að baka sumarköku í tilefni þess að blómin voru komin niður og þar sem Þóra vinkona mín, ritstýra Matarvefs mbl átti afmæli fékk hún þessa dásamlega sumarlegu köku í afmælisgjöf frá mér.

Sumarblóm frá Garðheimum á pallinum og á köku

Sumarkaka

Kaka

 • 1 x Betty Crocker Devils Food Cake kökumix
 • 4 egg
 • 125 ml matarolía
 • 250 ml vatn
 • 2 msk. bökunarkakó
 • ½ pk. Royal súkkulaðibúðingur (duftið)
 1. Blandið eggjum, olíu, vatni og bökunarkakó saman í skál og hrærið saman.
 2. Setjið þá kökuduftið saman við og hrærið í nokkrar mínútur og skafið niður á milli.
 3. Að lokum má setja búðingsduftið í deigið og blanda saman við.
 4. Skiptið deiginu í þrjú til fjögur 15 cm kökuform sem búið er að smyrja vel að innan með matarolíu og bakið í um 20-25 mínútur eða þar til prjónn kemur út aðeins með smá kökumylsnu á endanum, ekki blautu deigi.
 5. Kælið botnana alveg og jafnið þá áður en kremið er sett á milli.

Krem á milli

 • 100 g smjör við stofuhita
 • 500 g flórsykur
 • 2 tsk. vanillusykur
 • 200 g fersk jarðaber (maukuð)
 1. Þeytið smjörið þar til létt og ljóst, bætið þá flórsykri og vanillusykri saman við í nokkrum skömmtum, skafið niður á milli og blandið vel.
 2. Maukið jarðaberin og blandið saman við, skiptið þá kreminu á milli botnanna, innan í kremhjúpinn (sjá uppskrift að neðan).

Kremhjúpur

 • 1 x Betty Crocker Vanilla Frosting
 • 125 g flórsykur
 1. Hrærið vanillukrem og sykur saman, setjið hluta í sprautustút og búið til vegg fyrir jarðaberjakremið á kantinum á hverjum botni (til þess að ekki sjáist í jarðaberjakremið á hliðunum þegar hjúpað er) og geymið hitt fyrir hjúpun.

Samsetning og skreyting

 1. Sprautið vegg af kremi á hvern botn og fyllið að innan með jarðaberjakremi.
 2. Hjúpið þá alla kökuna með þunnu lagi af kremi og setjið um 1 cm þykkt lag á toppinn.
 3. Skafið vel af hliðunum með rökum spaða og skreytið síðan með ferskum blómum.
Sumarblóm frá Garðheimum á pallinum og á köku

Ég var varla að tíma að klippa af hortensíunum en þær eru engu að síður með svoooo mikið af blómum að það má alveg stelast í að skreyta eina og eina köku með blómum af henni. Síðan féll ég alveg fyrir brúðarslörinu og finnst æðislegt að geta haft slíkt í potti úti á palli, á pottþétt eftir að vera dugleg að klippa aðeins af því í kökuskreytingar líka!

Sumarblóm frá Garðheimum á pallinum og á köku

Megið endilega fylgja Gotterí líka á INSTAGRAM

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun