
Það er alltaf gott að hafa jafnvægi í mataræðinu og þessar kúlur henta mjög vel til þess að uppfylla sætindaþörfina án þess að detta í óhollustuna.

Þær eru líka tilvaldar í nesti fyrir fjallgöngur eða annað sumarflakk á næstunni. Gefa góða orku og eru dásamlega bragðgóðar.

Orkukúlur
Um 15 stykki
- 200 g Til hamingju döðlur
- 15 g Til hamingju Chia fræ
- 60 g Til hamingju haframjöl
- 200 g Til hamingju hnetur og ávextir með jógúrthúð
- 170 g gróft hnetusmjör
- Til hamingju kókosmjöl til að velta kúlunum upp úr
- Setjið allt nema kókosmjöl í matvinnsluvél/blandara og maukið saman.
- Rúllið kúlur og veltið upp úr kókosmjöli.
- Plastið og geymið í kæli.

Namm ég mæli sko með þessum!

Megið endilega fylgja Gotterí líka á INSTAGRAM