Fullkominn fjölskyldudagur



Raufarhólshellir – Kayak – Fjöruferð og annað flandur

Dagsferð með fjölskylduna í Raufarhólshelli, kajak á Stokkseyri, fjöruferð og heimsókn í Öndverðarnes í golf og mat með ömmu og afa

Við fjölskyldan erum að reyna að gera eitthvað skemmtilegt einu sinni í mánuði þessi misserin og tíminn sannarlega flýgur áfram. Um síðustu helgi var einmitt mánuður kominn frá síðustu ævintýraferð svo það passaði vel að fara í þá næstu. Á INSTAGRAM er hægt að sjá myndbönd og myndir frá deginum í HIGHLIGHTS.

Dagsferð með fjölskylduna í Raufarhólshelli, kajak á Stokkseyri, fjöruferð og heimsókn í Öndverðarnes í golf og mat með ömmu og afa

Það er svo ótrúlega margt skemmtilegt hægt að gera án þess að ferðast langt eða lengi fyrir þá sem kjósa slíkt. Okkur finnst í það minnsta mjög gaman að pakka okkur í bílinn með nesti og nýja skó í amstri hversdagsleikans og komast svo bara í rúmið okkar aftur um kvöldið eftir ævintýri dagsins.

Dagsferð með fjölskylduna í Raufarhólshelli, kajak á Stokkseyri, fjöruferð og heimsókn í Öndverðarnes í golf og mat með ömmu og afa

Það eru nefnilega litlu hlutirnir sem skipta alveg jafn miklu máli og þeir stærri og dætur okkar elska allt svona bras. Það er gaman að blanda saman upplifun hvort sem það er að finna fjögurra blaða smára, fara í fjöruna, kíkja í helli, á kayak, að æfa sig í golfi, borða nesti úti í sveit eða hvað sem er eins og við gerðum í þessari ferð.

Dagsferð með fjölskylduna í Raufarhólshelli, kajak á Stokkseyri, fjöruferð og heimsókn í Öndverðarnes í golf og mat með ömmu og afa

Það er mikilvægt að hafa nóg að borða og drekka í bílnum í svona ferðum því það er aldrei gaman ef einhver er orðinn argur af svengd eða „Hangry“ eins og sumir vilja kalla það. Við byrjuðum því þennan dag á því að koma við í Mosfellsbakarí og nesta okkur upp fyrir hádegið og settum síðan ýmislegt í nestistösku heima sem við höfðum til taks í bílnum.

Dagsferð með fjölskylduna í Raufarhólshelli, kajak á Stokkseyri, fjöruferð og heimsókn í Öndverðarnes í golf og mat með ömmu og afa

Fyrsta stopp var síðan í Raufarhólshelli en hann er aðeins í um 30 mínútna akstursfjarlægð frá borginni og alveg hreint mögnuð upplifun.

Dagsferð með fjölskylduna í Raufarhólshelli, kajak á Stokkseyri, fjöruferð og heimsókn í Öndverðarnes í golf og mat með ömmu og afa

Það var gaman að hlusta á Sóley segja okkur söguna um Leitarhraunsgosið og hvernig hraunið nær alveg frá Rauðhólum og út í Þorlákshöfn.

Dagsferð með fjölskylduna í Raufarhólshelli, kajak á Stokkseyri, fjöruferð og heimsókn í Öndverðarnes í golf og mat með ömmu og afa

Það er um 4 gráðu hiti inni í hellinum allt árið en það er enn töluverður snjór og klakar þar inni núna og vá hvað það var flott að sjá þessa ísdranga og grýlukerti um allt. Þegar líða tekur á sumarið eða upp úr miðjum júlí er þó allur ís og snjór horfinn úr hellinum.

Dagsferð með fjölskylduna í Raufarhólshelli, kajak á Stokkseyri, fjöruferð og heimsókn í Öndverðarnes í golf og mat með ömmu og afa

Sjáið þessa fegurð!

Dagsferð með fjölskylduna í Raufarhólshelli, kajak á Stokkseyri, fjöruferð og heimsókn í Öndverðarnes í golf og mat með ömmu og afa

Hér erum við innst í hellinum en gengið er um 350 inn í hellinn og síðan aftur tilbaka og tekur ferðin um eina klukkustund. Þegar við komum innst er slökkt á öllum ljósum og við fengum að upplifa almyrkva, sáum ekki handa okkar skil ef svo má að orði komast og í þögninni heyrði maður dropana falla.

Dagsferð með fjölskylduna í Raufarhólshelli, kajak á Stokkseyri, fjöruferð og heimsókn í Öndverðarnes í golf og mat með ömmu og afa

Okkur fannst þetta öllum mjög áhugavert og gaman að sjá hvernig búið er að lýsa upp bergið og hversu fallegt þetta allt saman er. Fyrir þá sem vilja meira þá er hægt að fara lengra inn í hellinn þar sem engin lýsing er nema höfuðljósin og príla þar áfram dágóða stund.

Dagsferð með fjölskylduna í Raufarhólshelli, kajak á Stokkseyri, fjöruferð og heimsókn í Öndverðarnes í golf og mat með ömmu og afa

Við kvöddum Raufarhólshelli með því að keyra á Stokkeyri og þá var komið að nestistíma.

Dagsferð með fjölskylduna í Raufarhólshelli, kajak á Stokkseyri, fjöruferð og heimsókn í Öndverðarnes í golf og mat með ömmu og afa

Það þarf alls ekki að vera flókið þó svo stundum sé auðvitað gaman að hafa meira fyrir þessu en þennan daginn hentaði þetta okkur vel og allir fóru saddir af stað í áframhaldandi ævintýri.

Dagsferð með fjölskylduna í Raufarhólshelli, kajak á Stokkseyri, fjöruferð og heimsókn í Öndverðarnes í golf og mat með ömmu og afa

Róbinson Krúsó kayakferð beið okkar handan við hornið hjá þeim Gunnari og Magga hjá Kayakferðum en þangað höfum við foreldrarnir nokkrum sinnum komið en aldrei áður með fjölskylduna.

Dagsferð með fjölskylduna í Raufarhólshelli, kajak á Stokkseyri, fjöruferð og heimsókn í Öndverðarnes í golf og mat með ömmu og afa

Elín Heiða sem er 11 ára fór létt með þetta og stakk alla af á vatninu.

Dagsferð með fjölskylduna í Raufarhólshelli, kajak á Stokkseyri, fjöruferð og heimsókn í Öndverðarnes í golf og mat með ömmu og afa

Við fengum dásamlegt veður og sigldum um fenin í góða klukkustund og allir höfðu gaman af.

Dagsferð með fjölskylduna í Raufarhólshelli, kajak á Stokkseyri, fjöruferð og heimsókn í Öndverðarnes í golf og mat með ömmu og afa

Hulda Sif sat framan á bátnum með mér á meðan aðrir voru á sérbátum. Það þarf bara að vera í hlýju undirlagi því allur annar búnaður er útvegaður á staðnum ásamt björgunarvestum.

Dagsferð með fjölskylduna í Raufarhólshelli, kajak á Stokkseyri, fjöruferð og heimsókn í Öndverðarnes í golf og mat með ömmu og afa

Ó þetta var svo gaman og fallegt…

Dagsferð með fjölskylduna í Raufarhólshelli, kajak á Stokkseyri, fjöruferð og heimsókn í Öndverðarnes í golf og mat með ömmu og afa

Við Hulda Sif fórum reglulega útaf til þess að teygja okkur eftir fallegum blómum, en ekki hvað!

Dagsferð með fjölskylduna í Raufarhólshelli, kajak á Stokkseyri, fjöruferð og heimsókn í Öndverðarnes í golf og mat með ömmu og afa

Eftir kajakævintýri var ekki langt að fara í fjöruna á Stokkseyri en hún er undurfalleg. Við keyrðum alveg austast í bæinn og fórum í hana þar en það er hægt að fara niður í fjöruna á nokkrum stöðum.

Dagsferð með fjölskylduna í Raufarhólshelli, kajak á Stokkseyri, fjöruferð og heimsókn í Öndverðarnes í golf og mat með ömmu og afa

Umhverfið er stórbrotið og fallegt að setjast bara niður og horfa og hlusta.

Dagsferð með fjölskylduna í Raufarhólshelli, kajak á Stokkseyri, fjöruferð og heimsókn í Öndverðarnes í golf og mat með ömmu og afa

Skeljastelpurnar mínar tíndu auðvitað fullan kassa af litlum kuðungum og stefna á listaverkasmíði hér heima í vikunni.

Dagsferð með fjölskylduna í Raufarhólshelli, kajak á Stokkseyri, fjöruferð og heimsókn í Öndverðarnes í golf og mat með ömmu og afa

F A L L E G T

Dagsferð með fjölskylduna í Raufarhólshelli, kajak á Stokkseyri, fjöruferð og heimsókn í Öndverðarnes í golf og mat með ömmu og afa

Kókómjólkurkassinn úr bakaríinu bjargaði hér málunum og nú bíður hann inn í bílskúr þar til kuðungarnir fá nýtt hlutverk.

Dagsferð með fjölskylduna í Raufarhólshelli, kajak á Stokkseyri, fjöruferð og heimsókn í Öndverðarnes í golf og mat með ömmu og afa

Blómin, krabbarnir og hopp og skopp heilla líka!

Dagsferð með fjölskylduna í Raufarhólshelli, kajak á Stokkseyri, fjöruferð og heimsókn í Öndverðarnes í golf og mat með ömmu og afa

Eftir skemmtilegan dag kíktum við í Öndverðarnesið til tengdó í kaffi og skelltum okkur í sund.

Dagsferð með fjölskylduna í Raufarhólshelli, kajak á Stokkseyri, fjöruferð og heimsókn í Öndverðarnes í golf og mat með ömmu og afa

Dagurinn endaði svo á golfkennslu með afa og mat í Golfskálanum í Öndverðarnesi áður en haldið var heim í Mosfellsbæinn að nýju.

Dagsferð með fjölskylduna í Raufarhólshelli, kajak á Stokkseyri, fjöruferð og heimsókn í Öndverðarnes í golf og mat með ömmu og afa

Vona þessar hugmyndir nýtist ykkur við að skipuleggja ævintýradag og þið megið endilega líka fylgja Gotterí á INSTAGRAM

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun