Pastasalat



Hér er á ferðinni dásamlegt pastasalat sem hentar frábærlega í veisluna, kvöldmatinn, nestisboxið eða hvað eina!

Pastasalat

  • 1 pakki beikon
  • 350 gr pastaskrúfur
  • 4 msk létt majónes frá E. Finnsson
  • 5 msk Ranch dressing
  • 15-20 cherry tómatar
  • 1 góð lúka brokkoli
  • Nokkur blöð af Romaine salati (c.a 4 stk)
  • 100 gr rifinn Cheddar ostur
  • 1/3 rauðlaukur

  1. Sjóðið pastaskrúfur og hellið ólífuolíu yfir þær í sigti þegar tilbúnar og hristið saman, leyfið að kólna.
  2. Steikið beikonið þar til stökkt, leggið á pappír og leyfið að kólna, myljið eða klippið það því næst niður.
  3. Hrærið saman majonesi og Ranch dressingu þar til kekkjalaust, leggið til hliðar.
  4. Skerið tómata í teninga, skerið brokkoli smátt niður og saxið romaine salat og rauðlauk.
  5. Rífið því næst ostinn og blandið öllu saman í skál, pasta, grænmeti, osti, beikoni og sósunum.
  6. Fallegt er að skreyta með litlum tómötum og strá smá af beikoninu yfir í lokin.

Mmmm þetta var svo gott og öll fjölskyldan var þar sammála þó svo Elín Heiða sagði að það hefði mátt sleppa rauðlauknum fyrir hana 🙂

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Vogabæ.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun