Súkkulaðimús með kex-súkkulaði-krönsi⌑ Samstarf ⌑
Súkkulaðimús

Þetta er langt frá því að vera fyrsta og hvað þá síðasta súkkulaðimúsin sem ég útbý í lífinu þar sem ég er klárlega forfallinn súkkulaðimúsaraðdáandi….ef það er nú einu sinni orð!

Milka Oreo Sandwich

Það er bara eitthvað við súkkulaðimús sem passar við fjölmörg tilefni. Þetta er hinn fullkomni eftirréttur að mínu mati, sómir sér vel í minni ílátum á veisluborði og síðan er svo gaman hvað það er hægt að leika sér með útfærslur af þessari dásemd.

Milka Oreo Sandwich

Ég var að prófa mig áfram með nýja Milka Oreo Sandwich súkkulaðið og út kom þessu undursamlega súkkulaðimús með stökku söxuðu „kex-súkkulaði“, nammi namm!

Eftirréttur með Oreo

Ég elska allt sem er sett í glös og er meira fyrir að gera marga litla eftirrétti frekar en einn stóran, þó svo það sé auðvitað allur gangur á því. Það er bara svo gaman að bera þetta fram í fallegum glösum, krúsum eða öðru álíka.

Súkkulaðimús

Sjáið hvað hún er falleg!
Þetta gæti klárlega verið hátíðareftirrétturinn í ár og þá gæti verið gaman að nota rifsber og kannski smá rósmaríngrein fyrir skraut til að gera þetta jólalegt og fallegt.

Súkkulaðimús með kex-súkkulaði-krönsi

6-8 glös

 • 350 g suðusúkkulaði (gróft saxað)
 • 70 g smjör
 • 3 eggjarauður
 • 1 msk. sykur
 • 3 msk. vatn
 • 1 l rjómi (500 ml í mús og 500 ml fyrir rjómalag)
 • 200 g Milka-Oreo Sandwich súkkulaði fínt saxað
 1. Bræðið suðusúkkulaði og smjör í vatnsbaði, leggið til hliðar og leyfið hitanum að rjúka úr á meðan þið undirbúið annað.
 2. Þeytið rjómann og leggið til hliðar.
 3. Setjið eggjarauður, sykur og vatn í lítinn pott, hitið á meðallágum hita og pískið stanslaust í allan tímann (um 4 mínútur) þar til blandan verður aðeins froðukennd og þykknar.
 4. Blandið eggjablöndunni þá út í súkkulaðiblönduna þar til vel samlagað og súkkulaðið þykknar aðeins.
 5. Vefjið þá um 1/3 af þeytta rjómanum saman við, síðan aftur 1/3 og loks restinni (þetta gert svona til að koma í veg fyrir að músin skilji sig).
 6. Raðið í glös: Milka-Oreo saxað (góð matskeið), súkkulaðimús, þeyttur rjómi og aftur Milka-Oreo saxað.
 7. Kælið í að minnsta kosti klukkustund áður en borið er fram (má líka kæla yfir nótt).

Það er líka hægt að setja uppskriftina í eina stóra skál ef þið kjósið það heldur.

Milka Oreo Sandwich

Megið endilega fylgja Gotterí á INSTAGRAM

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun