Brauðstangajólatré



⌑ Samstarf ⌑
Brauðstangajólatré á aðventunni

Það er yfirleitt svo mikið um sætindi á aðventunni að það gleymist stundum að það er ýmislegt annað sniðugt hægt að gera fyrir jóla- og aðventuboðin, nú eða bara fyrir fjölskylduna!

Heimagerðar brauðstangir

Þetta ostafyllta brauðstangajólatré var undursamlegt og ég mæli með að þið prófið!

Brauðstangir í jólatré

Ostafyllt brauðstangajólatré

Deig

  • 660 g hveiti
  • 1 msk. sykur
  • 2 tsk. salt
  • 1 pk. þurrger (11,8 g)
  • 400 ml volgt vatn
  • 2 msk. ólífuolía
  • Rúmlega ½ poki af rifnum Cheddar osti frá Gott í matinn
  1. Setjið þurrefnin í hrærivélarskál með krókinn á og hellið vatni og ólífuolíu saman við og hnoðið í nokkrar mínútur.
  2. Penslið stóra skál með matarolíu, veltið deigkúlunni upp úr olíunni, plastið skálina og leyfið að hefast í um 1 klukkustund.
  3. Hitið ofninn í 200°C.
  4. Skiptið deiginu næst í tvo hluta. Fletjið annan út og mótið nokkurs konar jólatré/þríhyrning úr honum sem þekur bökunarplötu (á bökunarpappír) eins og unnt er (hægt að teikna á smjörpappír. Líka gott að renna hnífnum laust eftir deiginu til að gera smá línu áður en skorið er af deiginu til að það sé um það bil eins báðu megin.
  5. Penslið með hvítlaukssmjöri (sjá uppskrift að neðan) og stráið cheddar ostinum yfir smjörið.
  6. Fletjið hinn helming deigsins út og leggið ofan á, skerið síðan eftir línunum.
  7. Ímyndið ykkur síðan að það sé stofn upp með miðju jólatrénu og skerið jafnar lengjur til beggja hliða út frá „stofninum“, þær mega vera um 3 cm á breidd.
  8. Snúið síðan upp á hverja lengju svo úr verði snúin brauðstöng, það er allt í lagi þó smá ostur hrynji út.
  9. Penslið aftur með hvítlaukssmjöri og bakið í 15-20 mínútur eða þar til tréð er orðið vel gyllt.
  10. Takið úr ofninum og penslið einu sinni enn með vel af hvítlaukssmjöri.
  11. Njótið með pizzasósu.

Hvítlaukssmjör uppskrift

  • 200 g smjör (silfurlitað)
  • 2 rifin hvítlauksrif
  • 1 tsk. salt
  • ½ tsk. hvítlauksduft
  • ½ tsk. pipar
  1. Bræðið allt saman á vægum hita þar til smjörið er bráðið.
Brauðstangir með cheddar osti

Namm!

Brauðstangir og pizzasósa

Hér fyrir neðan eru smá leiðbeiningamyndir úr símanum hjá mér…

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun