Piparkökubollakökur



⌑ Samstarf ⌑
Jólabollakökur uppskrift

Það styttist heldur betur í hátíðirnar og hér kemur undurljúffeng uppskrift fyrir ykkur að prófa á aðventunni!

Piparkökubollakökur

Þessar bollakökur færa ykkur sannarlega jólin og ekki skemmir fyrir að skreyta með piparkökufígúrum.

Bollakökur með piparkökum

Piparkökubollakökur

Um 12 stykki

Bollakökur uppskrift

  • 260 g hveiti
  • 1 tsk. matarsódi
  • ½ tsk. salt
  • 1 tsk. engifer
  • 1 tsk. kanill
  • 30 g muldar Göteborgs piparkökur
  • 120 g púðursykur
  • 80 g smjör við stofuhita
  • 60 ml matarolía
  • 2 egg
  • 120 ml nýmjólk
  • 120 ml hlynsýróp
  1. Hitið ofninn í 170°C.
  2. Blandið þurrefnum saman ásamt muldum piparkökum og leggið til hliðar.
  3. Þeytið púðursykur og smjör saman þar til létt og ljós blanda hefur myndast.
  4. Hrærið matarolíu, egg, nýmjólk og hlynsýróp saman og blandið saman við í nokkrum skömmtum á víxl við þurrefnablönduna.
  5. Skafið niður á milli og skiptið niður í bollakökuform.
  6. Bakið í um 20 mínútur eða þar til kökurnar fara að gyllast.
  7. Kælið kökurnar áður en þið setjið kremið á.

Krem og skreyting

  • 200 g rjómaostur við stofuhita
  • 120 g smjör við stofuhita
  • 600 g flórsykur
  • 2 tsk. vanillusykur
  • 20 g muldar Göteborgs piparkökur + smá til að setja yfir
  1. Þeytið saman rjómaost og smjör þar til létt og ljós blanda hefur myndast.
  2. Bætið flórsykri og vanillusykri saman við í nokkrum skömmtum, skafið niður á milli og hrærið vel.
  3. Að lokum má setja piparkökumulninginn og setja kremið í sprautupoka með stórum hringlaga stúti (um 1,5 cm í þvermál).
  4. Sprautið vel af kremi í spíral upp kökuna og toppið með piparkökumulningi, ásamt Göteborgs fígúrupiparkökum líka sé þess óskað.
Göteborgs piparkökur í baksturinn

Göteborgs piparkökurnar eru ýmist til með blönduðum fígúrum eða hjörtum og hvorutveggja er fallegt til að skreyta þessar kökur.

Jólalegar bollakökur

Mmmm…..

Bollakökur með rjómaostakremi

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun