Einfaldar OREO jólahugmyndir⌑ Samstarf ⌑
Oreo jólahugmyndir

Hér eru sko sannir jólalitir á ferðinni og eru allar þessar gómsætu hugmyndir ofur einfaldar, fallegar og bragðgóðar!
Þær innihalda allar Oreo í einni eða annarri mynd svo Oreo elskendur ættu sannarlega að geta látið til sín taka fyrir þessi jólin!

Ég hafði umsjón með þessu skemmtilega myndbandi í samstarfi við Gerum daginn girnilegan svo hér sjáið þið skýrt hversu einfalt þetta er!

Oreo jarðarber eins og jólasveinahúfur

Jólasveinahúfur

 • Oreo kex
 • Driscoll‘s jarðarber
 • 1 dós tilbúið vanillukrem (400 g)
 • 100 g flórsykur
 1. Raðið kexi á disk og takið til tvo sprautupoka og stúta, annar má vera með litlum hringlaga stút og annar með aðeins stærri. Einnig er hægt að nota zip lock poka og klippa misstór göt á þá.
 2. Skerið efsta partinn af jarðarberjunum og leggið til hliðar.
 3. Hrærið saman kremi og flórsykri og setjið í pokana.
 4. Sprautið kremi á kexið, leggið jarðarber ofan á og sprautið lítinn dúsk á með kremi.
Súkkulaðihjúpuð jarðarber með Oreo

Hjúpuð jarðarber

 • Driscoll‘s jarðarber
 • Hvítt hjúpsúkkulaði (Candy melts)
 • Oreo Crumbs án krems
 1. Bræðið súkkulaðið (í örbylgjuofni eða vatnsbaði) og hafið í djúpu og grunnu íláti.
 2. Dýfið jarðarberjunum í súkkulaðið, hristið aðeins af og stráið Oreo Crumbs yfir.
 3. Raðið þeim á bökunarpappír á bakka og setjið í kæli fram að notkun.
Súkkulaðihjúpað Oreo kex

Jólakex

 • Oreo kex
 • Hjúpsúkkulaði (hvítt, rautt, grænt)
 • Kökuskraut (jólalegt)
 1. Bræðið hjúpsúkkulaðið (í örbylgjuofni eða vatnsbaði) og hafið í djúpu og grunnu íláti.
 2. Dýfið kexi til hálfs, skafið lauslega af annarri hliðinni og leggið á bökunarpappír.
 3. Stráið kökuskrauti yfir áður en súkkulaðið storknar.
Oreo kex um jólin

Stelpurnar mínar elskuðu að fá að taka þátt í þessu gómsæta föndri svo ég hvet ykkur til að dúllast í þessu núna á aðventunni.

Oreo jólahugmyndir

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun