Krisp veitingastaðurSteamed bun alveg ótrúlega gott street food

Ég veit ekki alveg hvar ég á að byrja á þessari umfjöllun og fæ vatn í munninn um leið og ég byrja að skrifa þessa færslu! Við vinkonurnar skruppum austur fyrir fjall í smá aðventuferð á dögunum og snæddum á veitingastaðnum Krisp á Selfossi í „bæjarferðinni“ okkar á laugardeginum.

Húsið stendur á besta stað í bænum og hafa hjónin Birta og Sigurður, fyrrum meðlimur íslenska kokkalandsliðsins rekið staðinn frá árinu 2018. Birta er lærður þjónn og Sigurður kokkur og hafa þau bæði mikinn áhuga á eldamennsku og hafði lengi dreymt um að opna veitingastað.
Það var síðan 6.október 2018 sem draumurinn varð að veruleika eftir að þau duttu loksins ofan á húsnæði sem þeim fannst henta. Þau keyptu húsið sem áður hýsti veitingastaðinn Menam um árabil og er gaman að segja frá því að fyrrum húsráðendur og rekstaraðilar heita Sigurður og Kristín og Birta heitir Kristín Birta þó hún noti Kristínarnafnið sjaldan. Þetta er því sannkallað Sigurðar- og Kristínarhús.

Veitingastaðurinn Krisp á Selfossi er falin perla

Samtals eiga Birta og Sigurður fjögur börn en eiga þó ekki barn saman og því segja þau stundum að Krisp sé litla barnið þeirra, hversu dásamlegt er það. Nafnið á staðnum kom til þeirra þegar þau voru að máta alls kyns nöfn því orðið „Crisp“ á ensku getur þýtt stökkt eða fersk og fannst þeim tilvalið að skipta C-inu út fyrir K og notast við nafnið Krisp, sem er líka einstaklega grípandi og skemmtilegt nafn að mínu mati.

Þau ásamt góðum stuðningi frá sínum nánustu sáu um alla uppbyggingu á staðnum. Það voru langir vinnudagar, barinn var smíðaður að nóttu til á meðan staðurinn var lokaður og hafa þau séð um að setja upp alla matseðla sjálf, kassakerfi, heimasíðu, skilti, málningavinnu svo ansi langar vaktir liggja hér að baki frá því í lok sumars 2018. Það var ekki fyrr en nú í ár sem þau fóru aðeins að vera meira á bakvið tjöldin, meðal annars sökum veikinda hjá Sigurði en fram að því hafa þau staðið vaktina vel og rúmlega það! Birta segir þau samt vera með frábært starfsfólk sem hafi verið með þeim frá upphafi svo nú sé auðveldara að vera ekki á staðnum öllum stundum.

Mynd af heimasíðu www.krisp.is

Mikil áhersla er lögð á að versla í nærumhverfinu og allt hráefni er unnið á staðnum og búa þau meðal annars til kjúklingalundirnar sjálf, gera sín eigin vegan buff, sósur og svo mætti lengi telja. Viðtökur Krisp hafa farið framúr þeirra björtustu vonum og finnst mér það alls ekki skrítið eftir mína fyrstu og sannarlega ekki síðustu heimsókn þangað!

Við komum þangað fjórar saman í síðbúinn hádegisverð og okkur fannst hver rétturinn af fætur öðrum girnilegri á matseðlinum og áttum erfitt með að velja. Við báðum Birtu því að koma með sitt lítið af hverju og blönduðum saman nokkrum forréttum og tveimur aðalréttum sem við síðan skiptum á milli okkar á minni diska. Það var mögulega besta hugmynd dagsins því allt var svoooooo gott og gaman að geta smakkað smá af nokkru, heldur en velja bara einn rétt á mann.

Hér fyrir neðan kemur myndasyrpa af dásamlegheitunum…..

Smjörsteiktir sveppir á Krisp veitingastað alveg brjálæðislega góðir

Smjörsteiktir sveppir með trufflumajónesi voru alveg guðdómlegir, namm!

Grillað blómkál á Krisp veitingastað Selfossi

Stelpurnar héldu síðan ekki vatni yfir þessu grillaða blómkáli!

Krönsí franskar á Krisp

Ég veit ekki hvað þau hafa gert við franskarnar en þær eru einstaklega stökkar og góðar, namm!

Edamame baunir á Krisp

Edamame baunir standa alltaf fyrir sínu og gott að hafa smá fjölbreytni þegar maður velur nokkra smárétti.

Stökkar kjúklingalundir

Stökkar kjúklingalundir með chillimajónesi….mmmmm!

Djúpsteiktur þorskur með chili, stökkur og góður

Djúpsteiktur þorskur í stökkum hjúp með chili. Þetta var klárlega einn af mínum uppáhalds, svo ferskur og djúsí með undursamlegri sósu, slurp!

Steamed bun alveg ótrúlega gott street food

„Steamed bun“ á þrjá vegu. Nautakjöt, svínakjöt og kjúklingalund…..vá hvað þetta var brjálæðislega gott!

Kjúklingasalat á Krisp Selfossi

Kjúklingasalatið var eitt það besta salat sem við höfðum allar smakkað. Það var svo djúsí en um leið svo einfalt. Volgt og gott með nóg af parmesanosti…..jummí jumm ég mun sko fá mér þetta salat þarna aftur síðar!

Saltkaramelluhristingur á Krisp Selfossi slær öll met

Það þarf síðan auðvitað alltaf að vera „desréttur“….þó svo að við værum allar búnar að borða yfir okkur langaði okkur svoooo að smakka aðeins. Þessi saltkaramelluhristingur sló öll met og er hinn fullkomni eftirréttur eftir svona máltíð.

Gulrótarkaka á Krisp sem minnir á gulrótarköku í bland við kryddbrauð

Gott kaffi er eitthvað sem mörgum finnst nauðsynlegt eftir svona veislu og þá þarf auðvitað að fá sér köku með! Þessi gulrótarkaka var dásamleg, minnti örlítið á kryddbrauð í bland við gulrótartertu og með ís og karamellusósu var þetta fullkomið combo, namm!

Krisp veitingastaður á Suðurlandi

Birtu og Sigurði langaði til að opna stað sem hægt væri að koma á með vinunum í bjór eða kokteil, fá sér eitthvað smá nart, fara út að borða með ástinni við gott tilefni eða líka bara þegar fólk nennir ekki að elda en langar samt í hollan og næringaríkan mat og það má svo sannarlega segja að þessi hugmynd hafi heldur betur lukkast hjá þeim hjónum.

Hægt er að fylgjast með Krisp á Instagram eða Facebook og gjafabréf frá þeim væri sannarlega tilvalið í jólapakkann!

Ég get ekki mælt nægilega mikið með þessum stað og get ekki beðið eftir að fara þangað aftur með fjölskylduna með mér! Vinkonur mínar eru allar á sama máli svo það er klárlega þess virði að kíkja í smá „roadtrip“ austur fyrir fjall til þess að smakka á þessum dýrindis veitingum.

TAKK,TAKK,TAKK svo mikið fyrir okkur Krisp og gangi ykkur !

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun