
Það er svo gaman að útbúa heimagert konfekt eða annað gúmelaði. Hér er ég búin að setja saman alls kyns hnetur, sælgæti og trönuber í bland við dökkt súkkulaði og útkoman var alveg frábær.

Ég á Maribowl skálar í öllum heimsins litum og fer þessa dagana extra varlega með þær þar sem þær eru flestar hættar í framleiðslu. Það var hinsvegar að koma nýr litur í takmörkuðu upplagi frá Iittala sem heitir „linen“ og er ótrúlega fallegur. Linen skálin er hér fyrir ofan í miðjunni og svo er skálin einnig til í „clear“ og „gray“ í Iittala búðinni í Kringlunni.

Krönsí konfektmolar uppskrift
- 350 g dökkt súkkulaði
- 2 x Polly original pokar (2 x 130 g) + meira til að setja ofan á
- 100 g gróft saxaðar pekanhnetur
- 100 g gróft saxaðar möndlur
- 70 þurrkuð trönuber + meira til að setja ofan á
- 100 g saltkringlur + meira til að setja ofan á
- 30 g kókosflögur + meira til að setja ofan á
- Klæðið ferkantað mót með bökunarpappír (um 25 x 25 cm)
- Bræðið dökka súkkulaðið og leyfið hitanum að rjúka úr á meðan þið takið til önnur hráefni.
- Hrærið öllu saman í stórri skál, hellið í ferkantaða formið og þjappið vel niður.
- Setjið smá Polly, trönuber, saltkringlur og kókosflögur ofan á til að molarnir verði enn fallegri þegar þeir eru skornir niður.
- Setjið í frysti í um klukkustund, leyfið svo aðeins að standa við stofuhita og skerið niður.

Það passar vel í svona mola að nota Polly súkkulaðinammi því það er seigt og fer vel með stökkum hnetum og súkkulaði.
