Smákökur með marengstoppi⌑ Samstarf ⌑
Smákökurnar hennar ömmu Guðrúnar með marengstopp

Þessar undursamlegu smákökur útbjó amma Guðrún heitin alltaf hér áður fyrr. Ég man hvað pabbi elskaði þær mikið svo ég ákvað að fletta þeim upp í gömlu, handskrifuðu uppskriftabókinni hennar og láta á þetta reyna. Þar stendur magn af öllu en ekkert um aðferð eða fyrri störf, hahaha! Ég klóraði mig nú ágætlega fram úr því öllu og hér kemur þessi dásamlega uppskrift, með leiðbeiningum fyrir ykkur að prófa!

Marengstoppar með möndlum

Kökurnar heppnuðust einstaklega vel og eru skemmtilega öðruvísi en hefðbundnar smákökur. Botninn minnir helst á spesíur og marengsinn sem er stökkur að utan og seigur að innan, passar ótrúlega vel með möndlunum.

Smákökur með marengstopp og möndlum

Smákökur með marengstoppi

Um 40 kökur

Kökudeig uppskrift

 • 250 g hveiti
 • 100 g sykur
 • 200 g smjör við stofuhita
 • ½ tsk. hjartarsalt
 • 2 x eggjarauða
 1. Hitið ofninn í 170°C.
 2. Hnoðið allt saman í hrærivélarskálinni með K-inu þar til vel blandað.
 3. Takið þá úr vélinni og hnoðið aðeins í höndunum.
 4. Fletjið út á hveitistráðum fleti og skerið út litla hringi og raðið á bökunarplötu.
 5. Geymið plötuna á köldum stað á meðan þið útbúið marengsinn.

Marengs og möndlur uppskrift

 • 2 eggjahvítur
 • 200 g flórsykur
 • 100 g Til hamingju afhýddar möndlur (saxaðar)
 1. Þeytið eggjahvíturnar þar til þær fara aðeins að freyða.
 2. Bætið þá flórsykrinum saman við í skömmtum og þeytið þar til topparnir halda sér.
 3. Sprautið þá marengstopp ofan á hverja köku, stráið möndlum yfir og bakið í um 12-14 mínútur eða þar til kakan fer aðeins að gyllast á hliðunum og marengsinn að dökkna.
Smákökur með Til hamingju möndlum

Mæli með þið prófið þessa uppskrift.

Jólasmákökur með marengstopp

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun