Tyrkisk Peber smákökur



⌑ Samstarf ⌑
Tyrkisk Peber smákökur með hvítu súkkulaði

Þessar smákökur eru skemmtilega öðruvísi. Dásamlegar súkkulaðibitasmákökur með muldum Tyrkisk Peber brjóstsykri og hvítu súkkulaði, namm!

Tyrkisk Peber kökur

Ég fór í smá viðtal hjá snillingunum í Brennslunni á FM957 í morgun og tók smakk af þessum kökum þangað og það má segja að þær hafi fengið góðar viðtökur! Ég var enn bara með uppskriftina hripaða niður á post-it miða og óunnar myndir og færslu. Síðan komu svo margar fyrirspurnir í dag um það hvar uppskriftina væri að finna að ég þorði ekki öðru en vaka frameftir (sem er svosem ekkert nýtt) og setja hana inn fyrir ykkur, haha! Getið annars hlustað á viðtalið við mig á ofangreindum link, finnið það á mínútu 1:12:00.

Súkkulaðismákökur með Tyrkisk Peber

Tyrkisk Peber smákökur

Uppskriftin gefur um 25 smákökur

  • 150 g smjör við stofuhita
  • 200 g púðursykur
  • 1 egg
  • 100 g hveiti
  • 50 g Cadbury bökunarkakó
  • 1 tsk. matarsódi
  • ¼ tsk. salt
  • 100 g dökkir súkkulaðidropar
  • 100 g mulinn Tyrkisk Peber brjóstsykur
  • 300 g hvítt súkkulaði/Candy Melts (brætt)
  1. Hitið ofinn í 175°C.
  2. Þeytið saman smjör og púðursykur þar til létt og ljóst.
  3. Bætið þá egginu saman við, hrærið vel og skafið niður á milli.
  4. Næst má sigta hveiti, kakó, matarsóda og salt yfir skálina og blanda varlega saman.
  5. Að lokum fara súkkulaðidropar og um helmingurinn af Tyrkisk Peber brjóstsykrinum saman við og hrært aðeins áfram.
  6. Takið góða matskeið af deigi, setjið á bökunarplötu með góðu bili á milli og bakið í 10-12 mínútur eða þar til kantarnir fara aðeins að dökkna.
  7. Kælið þá kökurnar og dýfið næst helmingnum af þeim í hvíta súkkulaðið og stráið smá Tyrkisk Peber yfir.
Tyrkisk Peber brjótsykur í smáköku

Mæli með að þið prófið!

Smákökur með Tyrkisk Peber

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun