KaramellutopparMarengstoppar með karamellu

Marengstoppar eru sívinsælir fyrir jólabaksturinn, enda einfalt og fljótlegt að gera slíka. Þessir hér eru með karamellu snúið um sig alla og voru sannarlega sætir og góðir!

Karamellumarengstoppar

Namm þessir voru svo góðir!

Marengstoppar og smákökur

Karamellutoppar uppskrift

Uppskrift gefur um 20-25 stykki

Marengs uppskrift

 • 5 eggjahvítur
 • 250 g sykur
 • 1 tsk. hvítvínsedik

Karamellusósa uppskrift

 • 150 g Dumle karamellur
 • 130 ml rjómi
 1. Bræðið saman Dumle karamellur og rjóma þar til slétt og falleg sósa hefur myndast, setjið í skál og kælið áður en þið byrjið á marengstoppunum.
 2. Hitið ofninn í 120°C.
 3. Þeytið eggjahvíturnar þar til þær fara að freyða.
 4. Bætið sykrinum þá saman við, einni matskeið í senn og þeytið aðeins á milli.
 5. Að lokum fer hvítvínsedikið saman við marengsinn og þeytt í nokkrar mínútur áfram.
 6. Setjið marengs á bökunarplötu með tveimur skeiðum, um 2 matskeiðar fyrir hvern topp og myndið smá holu ofan í hann.
 7. Fyllið holuna með karamellusósu og takið tannstöngul/grillspjót og dragið karamelluna um marengsinn, án þess þó að klessa hann niður.
 8. Bakið í 90 mínútur, slökkvið á ofninum án þess að opna hann og leyfið toppunum að kólna niður með ofninum.
Marengstoppar með Dumle karamellum

Það er svo einfalt að bræða Dumle karamellur og rjóma saman til að fá undursamlega karamellusósu og hana má auðvitað líka nota út á ís, pæ, kökur eða annað góðgæti.

Dumle karamellutoppar með marengs

Dætrum mínum fannst sérlega skemmtilegt að fá að nota grillprik og snúa upp á karamelluna í hverjum toppi….stundum fór reyndar allt út um allt en það var allt í lagi, þar lak karamellan aðeins niður á bökunarpappírinn og bakaðist bara þannig.

Karamellusósa og marengstoppar

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun