Jólatoppar



Þessi útgáfa af marengstoppum er jólaleg og falleg og ekki skemmir piparmyntubragðið fyrir.

Piparmyntutoppar

  • 3 eggjahvítur (1dl hvítur á flösku)
  • 200gr sykur (Dansukker)
  • 1/2tsk piparmyntudropar
  • 6 jólastafasleikjóar (Candy Cane) muldir

  1. Hitið ofninn 150°C
  2. Þeytið eggjahvíturnar örstutt og bætið því næst sykrinum út í.
  3. Þeytið í 5-7 mínútur eða þar til sykurinn er búinn að leysast upp.
  4. Blandið piparmyntudropunum saman við og blandið rólega.
  5. Verið búin að mylja brjóstsykurinn vel (í poka m.kökukefli) og hellið honum saman við blönduna og hrærið varlega með sleif (geymið smá mylsnu til að strá á kökurnar þegar þær koma úr ofninum)
  6. Setjið kúpta teskeið af blöndunni á bökunarplötu klædda bökunarpappír.
  7. Bakið í 18-20 mínútur.
  8. Stráið smá brjóstsykursmylsnu yfir hverja köku um leið og þær koma úr ofninum til skrauts.

Tags:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun