Þessi útgáfa af marengstoppum er jólaleg og falleg og ekki skemmir piparmyntubragðið fyrir.
Piparmyntutoppar
- 3 eggjahvítur (1dl hvítur á flösku)
- 200gr sykur (Dansukker)
- 1/2tsk piparmyntudropar
- 6 jólastafasleikjóar (Candy Cane) muldir
- Hitið ofninn 150°C
- Þeytið eggjahvíturnar örstutt og bætið því næst sykrinum út í.
- Þeytið í 5-7 mínútur eða þar til sykurinn er búinn að leysast upp.
- Blandið piparmyntudropunum saman við og blandið rólega.
- Verið búin að mylja brjóstsykurinn vel (í poka m.kökukefli) og hellið honum saman við blönduna og hrærið varlega með sleif (geymið smá mylsnu til að strá á kökurnar þegar þær koma úr ofninum)
- Setjið kúpta teskeið af blöndunni á bökunarplötu klædda bökunarpappír.
- Bakið í 18-20 mínútur.
- Stráið smá brjóstsykursmylsnu yfir hverja köku um leið og þær koma úr ofninum til skrauts.