Hafraklattar með vanillukremi



⌑ Samstarf ⌑
Hafvraklattar með vanillukremi

Stundum hefur maður mikinn tíma til að dúllast í eldhúsinu og stundum ekki! Þá er svoooooo mikil snilld að geta gripið í tilbúið kökudeig og snarað fram ilmandi smákökum á örskotsstundu. Katla er með margar gerðir af kökudeigi og er það hvert öðru betra.

Amerísk smákökudeig

Þrjú ný lúxus kökudeig hafa bæst við flóruna og prófaði ég að baka hafraklattana og setja ljúffengt vanillu smjörkrem á milli. Það var gómsæt og skemmtileg „samloka“!

Hafrakökur úr tilbúnu deigi

Hafraklattar með vanillukremi uppskrift

Uppskrift gefur um 15 „köku-samlokur“

  • 2 rúllur af tilbúnu hafraklatta deigi frá Kötlu (2 x 600 ml)
  • 125 g smjör við stofuhita
  • 500 g Kötlu flórsykur
  • 2 tsk. Kötlu vanilludropar
  • 4 msk. maple sýróp
  • 2 msk. rjómi
  1. Skerið deigið niður í um 1 cm þykkar sneiðar og bakið við 165°C í um 12-15 mínútur. Kælið þær síðan alveg áður en þið setjið krem á milli.
  2. Þeytið smjörið þar til létt og ljóst og bætið þá restinni af hráefnunum saman við í nokkrum skömmtum og skafið vel niður á milli.
  3. Smyrjið eða sprautið góðu lagi af kremi á milli og klemmið saman tvær kökur.
Tilbúið deig frá Kötlu

Það má að sjálfsögðu baka þessa dásamlegu hafraklatta og sleppa því að setja krem á milli.

Hafrakökur með kremi

Stelpurnar mínar elska að fá að baka sjálfar og núna í vikunni hefur sú 11 ára komið heim úr skólanum og valið rúllu úr ísskápnum á hverjum degi og bakað fyrir sig og vinkonur sínar í kaffinu, hversu mikil snilld! Það tekur enga stund, felur í sér lítinn frágang og allir verða glaðir og kátir og kökulykt ilmar um allt húsið.

Tilbúið kökudeig frá Kötlu

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun