Pestópizza með grillaðri papriku⌑ Samstarf ⌑
Heimagerð pizza

Pizza, pizza, pizza!

Það eru margir sem útbúa alltaf pizzu á föstudagskvöldum og ég hugsa við fjölskyldan gerum pizzu um það bil einu sinni í viku, þó svo við pöntum líka stundum. Það er mikið gaman að prófa eitthvað nýtt og hér er sannarlega undursamleg nýjung á ferðinni með pestó, brie, grillaðri papriku og alls konar gúmelaði!

Pizza pepperoni með pestó og papriku

Á dögunum útbjó ég bakaðan ost með pestó og grillaðri papriku og verð ég að segja að innblásturinn fyrir þessa pizzu kom frá þeirri uppskrift. Þessi bakaði ostur sló svo rækilega í gegn og get ég lofað ykkur því að pizzan mun gera það líka!

Pizza pizza

Pestópizza með grillaðri papriku uppskrift

 • 1 x tilbúið pizzadeig/eða heimagert, t.d þetta hér
 • Um 150 g Sacla Roasted Pepper pestó
 • Rifinn ostur
 • 1 x brie ostur
 • ½ – 1 krukka Sacla grilluð paprika í olíu
 • Pepperoni eftir smekk
 • Klettasalat
 • Blaðlauksspírur (má sleppa)
 • Parmesanostur
 • Oregano krydd
 • Sacla kryddolía með hvítlauk
 1. Fletjið pizzadeigið út og smyrjið vænu lagi af pestó á botninn.
 2. Rífið vel af osti yfir allt, skerið niður brie ostinn og raðið honum á pizzuna.
 3. Næst má skera grilluðu paprikuna niður í strimla og dreifa henni yfir pizzuna.
 4. Að lokum má krydda með oregano og setja pepperoni yfir allt, baka síðan við 220°C í um 15 mínútur (eða samkvæmt leiðbeiningum á pizzadeigi)
 5. Þegar pizzan kemur úr ofninum má setja vel af klettasalati yfir, rífa parmesan ost og setja blaðlausspírur til skrauts sé þess óskað.
Pizza með Sacla pestó

Mér finnst þetta Roasted Pepper pestó guðdómlega gott og hef verið að prófa mig áfram með það á ýmsum stöðum og hlakka til að prófa það enn frekar.

Pestópizza með pepperoni og papriku

Megið endilega fylgja Gotterí líka á INSTAGRAM

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun