Pastasalat með mozzarella



Pastasalat með mozzarella, basilíku, tómötum og hráskinku

Á dögunum kom nýr Mozzarella ostur með basilíku á markað frá MS og drottinn minn hvað hann er mikil snilld! Það er hægt að nota hann í ýmsa rétti og prófaði ég nokkrar uppskriftir með honum. Hér er hann beint upp úr öskjunni í undursamlegu pastasalati sem kláraðist á núll einni! Salatið er einfalt, fljótlegt og hollt, hvað er hægt að biðja um meira!

Pastasalat með mozzarella, basilíku, tómötum og hráskinku

Pastasalat með mozzarella

  • 500 g pastaskrúfur
  • 5 msk. grænt pestó
  • 3 msk. virgin ólífuolía
  • 1 tsk. gróft salt
  • 250 g kirsuberjatómatar
  • 2 öskjur af mozzarellakúlum með basilíku
  • 1 bréf hráskinka
  • Söxuð basilíka
  1. Sjóðið pastaskrúfur samkvæmt leiðbeiningum á pakka, skolið vel og kælið aðeins niður.
  2. Hrærið saman pestó, ólífuolíu og salti og blandið varlega saman við pastaskrúfurnar með sleif.
  3. Skerið niður kirsuberjatómata og blandið þeim ásamt mozzarellakúlum og hráskinku saman við pastað.
  4. Stráið að lokum ferskri basilíku yfir allt saman og njótið.
Pastasalat með mozzarella, basilíku, tómötum og hráskinku

Þetta pastasalat er borið fram kalt og því auðvelt að geyma afganginn eða taka með í nesti, fjallgönguna eða hvað eina.

Pastasalat með mozzarella, basilíku, tómötum og hráskinku

Mig grunar þessi Mozzarella ostur verði keyptur ansi reglulega á þessu heimili í það minnsta.

Pastasalat með mozzarella, basilíku, tómötum og hráskinku

Megið endilega fylgja Gotterí líka á INSTAGRAM

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun