Vegamót



Veitingastaðurinn Vegamót – Bíldudal

Veitingastaðurinn Vegamót á Bíldudal er með dásamlegar veitingar, hamborgara, salöt og margt fleira

Á ferð okkar um Vestfirði stoppuðum við meðal annars í Bíldudal. Þar heimsóttum við Skrímslasetrið og fórum í hádegismat á veitingastaðnum Vegamót hjá þeim Önnu og Gísla áður en ferðinni var haldið áfram að Dynjanda.

Veitingastaðurinn Vegamót á Bíldudal er með dásamlegar veitingar, hamborgara, salöt og margt fleira

Þetta var einn af fáu dögunum í sumarfríinu þar sem veðrið lék við okkur og almáttugur minn hvað lífið er skemmtilegra með smá sól og hita. Við gátum setið úti á veröndinni að snæða með fallegt útsýni yfir fjörðinn.

Veitingastaðurinn Vegamót á Bíldudal er með dásamlegar veitingar, hamborgara, salöt og margt fleira

Anna og Gísli eru bæði alin upp á Bíldudal, voru saman í bekk alla sína grunnskólagöngu og eiga nú þrjú börn og reka þennan dásamlega veitingastað í heimabyggð sinni, hversu krúttlegt! Þau fluttu suður um hríð en þegar laxeldið tók á flug fyrir vestan settust þau aftur að þar með börnin sín. Þau tóku við staðnum fyrir þremur árum og reka Vegamót allt árið um kring. Húsið hefur í gegnum tíðina verið læknahús, hótel og síðustu þrjátíu ár veitingastaður. Þar er verslun, veitingastaður, kaffihús, pósthús, ísbúð og „pöbb“ svo það má segja að þar sé ýmiss konar þjónusta í boði.

Í versluninni er öllu raðað svo krúttlega og fallega upp, mini ísborð er við afgreiðsluborðið þar sem hægt er að fá það helsta í ísmenningu landsins, gamaldags sykurhlaup er í krús við afgreiðsluborðið (sem ég eeeeeeeeeelskaði) og ég gæti haldið lengi áfram. Lítill veislusalur er síðan á efri hæðinni þar sem hægt er að vera með minni viðburði og mannfögnuði og þar eru einnig reglulega matarveislur sem og aðrar veislur.

Veitingastaðurinn Vegamót á Bíldudal er með dásamlegar veitingar, hamborgara, salöt og margt fleira

Maturinn hjá þeim hjónum er hreint út sagt dásamlegur og hér fyrir neðan gefur að líta brot af matseðli Vegamóta. Þau segja að fiskurinn & franskarnar séu vinsælasti rétturinn þeirra og fengið ótrúleg viðbrögð í sumar. Fólk hefur flykkst að til þess að smakka þennan umtalaða og frábæra fisk sem við skiljum sko alveg mjöööög vel eftir að hafa smakkað þessa dásemd. Það er líka gaman að segja frá því að þau voru að vinna verðlaun á Tripadvisor fyrir Travelers Best Choice 2020.

Veitingastaðurinn Vegamót á Bíldudal er með dásamlegar veitingar, hamborgara, salöt og margt fleira

Gráðostaborgari með gráðosti, salati, beikoni og bbq sultuðum rauðlauk. Þessi var algjör bomba og Hemmi minn sáttur með hádegismatinn þennan daginn líkt og fleiri á þessu ferðalagi.

Veitingastaðurinn Vegamót á Bíldudal er með dásamlegar veitingar, hamborgara, salöt og margt fleira

Ég ákvað að smakka hjá þeim kjúklingasalat að hætti hússins og almáttugur minn. Mangósósa í bland við pestó, með majónesi og söxuðum chili hnetum, ó svoooo mikið gott. Þetta mun ég klárlega leika eftir hér á blogginu einn daginn fyrir ykkur!

Veitingastaðurinn Vegamót á Bíldudal er með dásamlegar veitingar, hamborgara, salöt og margt fleira

Frægasti réttur hússins er sannarlega jafn fallegur og hann var bragðgóður, Brjálæðislega góðir og stökkir þorskhnakkar eða „Fiskur & franskar“ eins og það heitir víst á matseðli. Það er svo frábært þegar fiskurinn kemur inn í eldhús beint af bátnum, ferskleikinn og gæðin skína alveg í gegn, namm!

Veitingastaðurinn Vegamót á Bíldudal er með dásamlegar veitingar, hamborgara, salöt og margt fleira

Krakka fish & chips sem Hulda Sif kláraði upp til agna. Hún elskar fisk með tómatsósu og franskar!

Veitingastaðurinn Vegamót á Bíldudal er með dásamlegar veitingar, hamborgara, salöt og margt fleira

Steikarloka með roast beef, lauk, salati, sveppum og bernaise féll vel í kramið hjá unglingnum. Hún var hrikalega djúsí og góð!

Eftir matinn skelltum við okkur á rólóvöllinn fyrir ofan veitingastaðinn og svo líka á ærslabelginn niðri við tjaldsvæðið. Viljið þið sjá þetta fallega svæði í Bíldudal!

Takk fyrir okkur Vegamót!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun