
Já það þarf svo sannarlega ekki alltaf að vera flókið. Hér kemur ein skotheld uppskrift fyrir öll ykkar sem elska ost!

Ostavefjur
- 1 stykki grillostur frá Gott í matinn (260 g)
- 8 litlar vefjur (mini)
- 1 box kirsuberjatómatar
- 1 x avókadó
- Kál
- Tacosósa
- Sýrður rjómi frá Gott í matinn
- Kóríander
- Ólífuolía til steikingar
- Salt, pipar og hvítlauksduft
- Skerið ostinn niður í þunnar sneiðar (um ½ sm á þykkt) og leggið til hliðar.
- Skerið niður allt grænmeti og hitið vefjurnar.
- Steikið grillostasneiðarnar á meðalhita upp úr ólífuolíu á pönnu, kryddið með salti, pipar og hvítlauksdufti eftir smekk.
- Raðið grænmeti, salsasósu, sýrðum rjóma og grillosti saman í vefjurnar og njótið.

Mæli með þið prófið þessa snilldar nýjung frá MS, ostinn er hægt að elda á ýmsa vegu!

Megið endilega fylgja Gotterí líka á INSTAGRAM