Ostavefjur



Ostavefjur með grillosti frá MS

Já það þarf svo sannarlega ekki alltaf að vera flókið. Hér kemur ein skotheld uppskrift fyrir öll ykkar sem elska ost!

Ostavefjur með grillosti frá MS

Ostavefjur

  • 1 stykki grillostur frá Gott í matinn (260 g)
  • 8 litlar vefjur (mini)
  • 1 box kirsuberjatómatar
  • 1 x avókadó
  • Kál
  • Tacosósa
  • Sýrður rjómi frá Gott í matinn
  • Kóríander
  • Ólífuolía til steikingar
  • Salt, pipar og hvítlauksduft
  1. Skerið ostinn niður í þunnar sneiðar (um ½ sm á þykkt) og leggið til hliðar.
  2. Skerið niður allt grænmeti og hitið vefjurnar.
  3. Steikið grillostasneiðarnar á meðalhita upp úr ólífuolíu á pönnu, kryddið með salti, pipar og hvítlauksdufti eftir smekk.
  4. Raðið grænmeti, salsasósu, sýrðum rjóma og grillosti saman í vefjurnar og njótið.
Ostavefjur með grillosti frá MS

Mæli með þið prófið þessa snilldar nýjung frá MS, ostinn er hægt að elda á ýmsa vegu!

Ostavefjur með grillosti frá MS

Megið endilega fylgja Gotterí líka á INSTAGRAM

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun