„Ein með öllu“



⌑ Samstarf ⌑
Besta pizzan

Pizza – pizza – pizza!

Pizza með góðu áleggi

Það er föstudagur á morgun og hjá mörgum eru slík kvöld „pizzakvöld“. Það er því sannarlega hægt að fara að leyfa sér að hlakka til og hugsa hvernig pizzu skal útbúa.

Heimagerð pizza með góðu áleggi

Ég kallaði þessa pizzu „Ein með öllu“ í gamni því það er frekar mikið álegg á henni. Ég óskaði eftir áleggshugmyndum á Instastory og fékk fullt, fullt, fullt af skemmtilegum hugmyndum frá ykkur sem ég þarf að prófa. Þessi samsetning var þar á meðal og er virkilega djúsí og góð og verður sannarlega endurtekin á þessu heimili mjög fljótlega!

Djúsí pizza bökuð heima

„Ein með öllu“

Pizzabotnar

Uppskriftin dugar í 5 litlar pizzur (um 10-12“)

  • 660 g af Polselli 00 hveiti
  • 400 ml volgt vatn
  • 2 tsk. salt
  • 1 pk. þurrger (11,8 g)
  • 2 msk. virgin ólífuolía
  1. Setjið þurrefnin í hrærivélarskál og festið krókinn á (þetta deig má einnig hnoða saman í höndunum en þá þarf að gera stóra holu í þurrefnahrúguna og blanda vatni og olíu saman við í nokkrum skömmtum).
  2. Blandið þurrefnunum saman og hellið vatni og ólífuolíu saman við og hnoðið í nokkrar mínútur.
  3. Penslið stóra skál með matarolíu, veltið deigkúlunni upp úr olíunni, plastið skálina og leyfið að hefast í um 1 ½ – 2 klukkustundir.
  4. Skiptið niður í 5 hluta, setjið álegg á hvern botn og bakið við 220°C í um 13-15 mínútur.
  5. Athugið að hægt er að gera deigið deginum áður, skipta niður í 5 kúlur, hjúpa hverja með olíu og setja hverja og eina í sér filmuplast/zip lock poka og geyma í kæli. Mikilvægt er síðan að leyfa deiginu að ná stofuhita áður en það er teygt út og álegg sett á.

Álegg

  • Pizzasósa
  • Rifinn ostur
  • Steikt nautahakk
  • Stökkt beikon (niðurskorið)
  • Pepperoni
  • Græn paprika
  • Rauðlaukur
  • Sveppir
  • Piparostur
  • Rjómaostur
  • Ferskt timian
Heimagerð pizza með Polselli hveiti

Ég var að prófa Polselli 00 hveitið í fyrsta skipti í pizzudeig og það var alveg dásamlegt! Það er extra fínt og botnanir voru upp á 10!

Polselli 00 pizza hveitið  og Manitoba fyrir súrdeigsbrauðin fæst Melabúðinni, Stórkaup, Fjarðarkaup, Hlíðarkaup, Pétursbúð, Þín verslun Kassinn , Smáalind, Hamóna, Sandholt, Lindabakarí, Nesbrauð, Kallabakarí, Sesam brauðhús og  GK Bakarí.

Heimabökuð pizza með pepperoni og alls konar

Megið endilega líka fylgja Gotterí á INSTAGRAM

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun