Hamingjusamar hafrakökur



⌑ Samstarf ⌑
Hafrakökur með pekanhnetum, rúsínum og haframjöli, hafraklattar í nesti

Hafrakökur eru undursamlegar, síðan er svo fljótlegt og einfalt að baka þær! Ég gerði þessar kökur í gærkvöldi með yngri dætrum mínum og gerðum við tvöfalda uppskrift því það er svo gott að geta sett þær í frystinn og síðan gripið með í nesti í skólann. Ég hef ekki tölu á því hvað ég er búin að borða margar síðan í gær en það er nú algjört aukaatriði, hahaha!

Hafrakökur með pekanhnetum, rúsínum og haframjöli, hafraklattar í nesti

Þær eru með pekanhnetum og rúsínum og fer sú tvenna mjög vel saman!

Hafrakökur með pekanhnetum, rúsínum og haframjöli, hafraklattar í nesti

Hamingjusamar hafrakökur

Uppskriftin gefur 24-28 stykki

  • 120 g smjör við stofuhita
  • 230 g púðursykur
  • 1 egg
  • 2 tsk. vanilludropar
  • 100 g Til hamingju tröllahafrar
  • 160 g hveiti
  • ½ tsk. lyftiduft
  • ½ tsk. matarsódi
  • ¾ tsk. salt
  • 80 g Til hamingju pekanhnetur
  • 100 g Til hamingju rúsínur
  1. Hitið ofninn í 175°C.
  2. Þeytið saman smjör og púðursykur þar til létt og ljóst.
  3. Bætið þá við egginu og vanilludropunum og þeytið áfram, skafið niður á milli.
  4. Setjið næst tröllahafra, hveiti, lyftiduft, matarsóda og salt í skálina og blandið saman á vægum hraða.
  5. Að lokum má saxa pekanhneturnar niður og blanda þeim ásamt rúsínunum við.
  6. Mótið kúlur úr kúfaðir matskeið af deigi með smá bil á milli og bakið í um 12-15 mínútur eða þar til kökurnar fara að gyllast.
Hafrakökur með pekanhnetum, rúsínum og haframjöli, hafraklattar í nesti

Mmmmm……þessar kökur eru svo mikið góðar að við mægður mælum eindregið með því að þið prófið sem fyrst!

Hafrakökur með pekanhnetum, rúsínum og haframjöli, hafraklattar í nesti

Megið síðan endilega fylgja mér líka á INSTAGRAM

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun