
Hafrakökur eru undursamlegar, síðan er svo fljótlegt og einfalt að baka þær! Ég gerði þessar kökur í gærkvöldi með yngri dætrum mínum og gerðum við tvöfalda uppskrift því það er svo gott að geta sett þær í frystinn og síðan gripið með í nesti í skólann. Ég hef ekki tölu á því hvað ég er búin að borða margar síðan í gær en það er nú algjört aukaatriði, hahaha!

Þær eru með pekanhnetum og rúsínum og fer sú tvenna mjög vel saman!

Hamingjusamar hafrakökur
Uppskriftin gefur 24-28 stykki
- 120 g smjör við stofuhita
- 230 g púðursykur
- 1 egg
- 2 tsk. vanilludropar
- 100 g Til hamingju tröllahafrar
- 160 g hveiti
- ½ tsk. lyftiduft
- ½ tsk. matarsódi
- ¾ tsk. salt
- 80 g Til hamingju pekanhnetur
- 100 g Til hamingju rúsínur
- Hitið ofninn í 175°C.
- Þeytið saman smjör og púðursykur þar til létt og ljóst.
- Bætið þá við egginu og vanilludropunum og þeytið áfram, skafið niður á milli.
- Setjið næst tröllahafra, hveiti, lyftiduft, matarsóda og salt í skálina og blandið saman á vægum hraða.
- Að lokum má saxa pekanhneturnar niður og blanda þeim ásamt rúsínunum við.
- Mótið kúlur úr kúfaðir matskeið af deigi með smá bil á milli og bakið í um 12-15 mínútur eða þar til kökurnar fara að gyllast.

Mmmmm……þessar kökur eru svo mikið góðar að við mægður mælum eindregið með því að þið prófið sem fyrst!

Megið síðan endilega fylgja mér líka á INSTAGRAM