Krispí rækjur með sriracha majó⌑ Samstarf ⌑
Krispí rækjur með sriracha majónesi bakaðar í ofni

Hér eru á ferðinni krispí rækjur sem búið er að baka í ofni og svakalega gott sriracha „majódip“ sem fór svona undurvel með þeim! Þessar rækjur eru tilvalinn forréttur eða létt máltíð og gætu einnig verið hluti af smáréttahlaðborði ef þið eruð með veislu, svona þegar það má halda veislur að nýju!

Krispí rækjur með sriracha majónesi bakaðar í ofni

Sriracha majódýfan setur sannarlega punktinn yfir I-ið!

Krispí rækjur með sriracha majónesi bakaðar í ofni

Uppskrift: Krispí rækjur með Sriracha majó

Krispí rækjur

 • Um 600 g tígrisrækja (ósoðin)
 • 70 g Panko rasp
 • 40 g gróft kókosmjöl frá Til hamingju
 • 1 tsk. salt
 • 2 egg (pískuð)
 • 60 g hveiti
 • Salt, pipar og hvítlauksduft
 1. Hitið ofninn í 170°C og skolið og þerrið rækjurnar.
 2. Blandið saman Panko raspi og kókosmjöli og dreifið úr því í ofnskúffu, ristið í ofninum í 5-7 mínútur þar til það fer aðeins að gyllast.
 3. Takið úr ofninum, blandið saltinu saman við og hækkið ofninn í 210°C.
 4. Veltið rækjunum þá upp úr hveiti sem búið er að krydda til með salti, pipar og hvítlauksdufti, dustið umfram magn af, veltið upp úr eggi og því næst Pankoblöndu.
 5. Raðið á ofngrind (gott að hafa skúffu undir til að grípa rasp sem hrynur af og bakið í 12-15 mínútur eða þar til rækjurnar verða vel gylltar.
 6. Berið fram með Sriracha majó (sjá uppskrift hér að neðan).

Sriracha majó

 • 160 g Hellmann‘s majónes
 • 30 g Sriracha sósa
 • 1 tsk. lime safi
 1. Blandið öllu vel saman og kælið þar til bera á fram með rækjunum.
Krispí rækjur með sriracha majónesi bakaðar í ofni

Hugmyndina að þessum rækjum fékk ég hjá Pinch&Swirl og útfærði hana örlítið á leiðinni hingað. Hún tekur fram þar að mikilvægt sé að forbaka panko raspið og kókosmjölið því annars nær það ekki að verða nógu krispí og gyllt þegar búið er að baka rækjurnar.

Krispí rækjur með sriracha majónesi bakaðar í ofni

Megið endilega líka fylgja Gotterí á INSTAGRAM

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun