
Hér er á ferðinni ofureinfalt og sumarlegt salat með grillaðri risarækju. Þegar við bjuggum í Seattle fór ég oftar en ekki í matvöruverslunina QFC sem var í göngufæri frá húsinu okkar, keypti ferskar rækjur í fiskborðinu og grillaði þær á þennan hátt.
Það sem gerir góðan mat síðan enn betri er fallegur borðbúnaður. Mér finnst fátt skemmtilegra en að leggja fallega á borð og punta upp með hinu og þessu. Allur borðbúnaður í þessari færslu fæst hjá Húsgagnahöllinni og set ég tengil inn á vörurnar hér að neðan.

Sumarsalat
Fyrir um 2
- Um 300 g risarækja
- Sweet chili sósa
- Blandað salat
- ½ mangó
- 1 avókadó
- ¼ rauðlaukur
- Fetaostur
- Kóríander
- Marinerið rækjurnar upp úr sweet chili sósu í að minnsta kosti eina klukkustund (yfir nótt í lagi líka) og leggið grillspjótin í bleyti á sama tíma.
- Undirbúið salatið með því að skera niður mangó, avókadó og rauðlauk og blanda saman við fetaost og kóríander.
- Þræðið rækjurnar upp á spjót og grillið í nokkrar mínútur á heitu grilli þar til þær verða bleikar. Penslið 1 x yfir á hvorri hlið með sweet chili sósu á meðan þið grillið.
- Leggið rækjurnar yfir salatið og njótið.

- Broste Sandvig skál
- Broste Gracie servíettur (til í ýmsum litum)
- Broste Kit servíettuhringir


- Iittala Nappula blómapottur
- PTMD planta (í vasanum)


Megið endilega fylgja Gotterí líka á INSTAGRAM