SKER restaurantSKER restaurant – Ólafsvík

Veitingastaðurinn Sker á Ólafsvík, góðar veitingar, dining in Iceland, veitingastaðir á Íslandi

Á ferð okkar um Snæfellsnesið heimsóttum við meðal annars Ólafsvík þar sem ung fjölskylda rekur veitingastaðinn SKER restaurant. Það er magnað hvað það eru margir topp veitingastaðir á þessu svæði og SKER er þar engin undantekning. Lilja Hrund matreiðslumaður og fjölskylda standa hér vaktina og töfra fram dýrindis veitingar í fallegu umhverfi við höfnina í þessum fallega bæ.

Veitingastaðurinn Sker á Ólafsvík, góðar veitingar, dining in Iceland, veitingastaðir á Íslandi

Það er gaman að sjá hversu sterk tenging er við hafið hjá þeim sem alast upp í sjávarþorpum á landsbyggðinni og hefur Lilja einmitt alltaf haft mikinn áhuga á fiski. Hún segir að fiskur sé uppáhalds hráefnið sitt enda er fiskur herramanns matur.

Þorskur úr Breiðafirði, SKER restaurant

Fjölskyldan opnaði staðinn í júní 2018 eftir að hafa keypt húsnæðið í janúar sama ár en það hýsti áður Sparisjóð Ólafsvíkur. Hér fyrir neðan má síðan sjá hvernig þau nýttu timbur af gamalli bryggju til að gera huggulegt og hlýlegt á veitingastaðnum.

SKER veitingastaður á Ólafsvík

Lilja er ættuð frá Rifi og á rætur sínar að rekja langt aftur í sjómenn. Hún var aðeins 23 ára gömul þegar hún útskrifast sem matreiðslumaður og voru ýmsar hugmyndir uppi hvað skyldi gera eftir útskrift. Þegar þau fjölskyldan detta inn á þetta húsnæði var ekki aftur snúið og veitingastaðurinn SKER varð að veruleika. Markmið hennar er að allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi, bæði börn, unglingar, grænmetisætur og allt þar á milli. Hægt er að skoða matseðil veitingastaðarins á Facebook síðu SKER.

Veitingastaðurinn Sker á Ólafsvík, góðar veitingar, dining in Iceland, veitingastaðir á Íslandi

Hér fyrir neðan koma þeir dásamlegu réttir sem við smökkuðum og þar sem matseðillinn er töluvert lengri en þeir, þurfum við klárlega að leggja leið okkar til Ólafsvíkur aftur fljótlega.

Veitingastaðurinn Sker á Ólafsvík, góðar veitingar, dining in Iceland, veitingastaðir á Íslandi

Bryggjuborgari: Djúpsteiktur fiskur, sýrðar gúrkur, súraldin majóns og smælki kartöflur. Mikið afskaplega góður var hann þessi…stökkur fiskurinn og kartöflurnar, namm!

Veitingastaðurinn Sker á Ólafsvík, góðar veitingar, dining in Iceland, veitingastaðir á Íslandi

Krispý: Pizza með kjúklingi, pepperoni, papriku, rauðlauk, rjómaosti, spicy majónesi, hvítlaussósu og nachos flögum. Þessi pizza var æðisleg og munum við fjölskyldan reyna að leika þessa samsetningu eftir á næsta pizzakvöldi. Stökkt snakkið, rjómaosturinn og áleggið fer ofurvel saman.

Veitingastaðurinn Sker á Ólafsvík, góðar veitingar, dining in Iceland, veitingastaðir á Íslandi

Þorskur úr Breiðafirði: Þorskur með kartöflumús, blómkáli og yuzu smjörsósu. Lilja Hrund kann sannarlega sitt fag þegar kemur að fiski og þessi fiskréttur var ferskur, fallegur og virkilega bragðgóður.

Veitingastaðurinn Sker á Ólafsvík, góðar veitingar, dining in Iceland, veitingastaðir á Íslandi

Fish & chips af barnamatseðli sem kláraðist upp til agna.

Veitingastaðurinn Sker á Ólafsvík, góðar veitingar, dining in Iceland, veitingastaðir á Íslandi

Grjónagrautur af barnamatseðli sem féll vel í kramið hjá einni 3ja ára skottu. Ekki skemmir fyrir að bera hann svona fallega fram.

Veitingastaðurinn Sker á Ólafsvík, góðar veitingar, dining in Iceland, veitingastaðir á Íslandi

Fallegir munir sem tengjast hafinu á einn eða annan hátt prýða veitingastaðinn og þótti stelpunum mjög skemmtilegt að skoða myndir, inniskó og annað spennandi.

Veitingastaðurinn Sker á Ólafsvík, góðar veitingar, dining in Iceland, veitingastaðir á Íslandi

Takk fyrir okkur SKER!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun